Fjármálaráðuneyti

756/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 445/1997, um tollafgreiðslu hraðsendinga, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Að beiðni flutningsmiðlara skal tollstjóri staðfesta hvort viðtakandi vöru njóti greiðslufrests á aðflutningsgjöldum samkvæmt reglugerð nr. 390/1999, um greiðslufrest á aðflutningsgjöldum, og/eða hvort tollafgreiðsla hafi verið stöðvuð hjá honum.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 7. gr. reglugerðarinnar:

a. 2. tölul. orðast svo:
Ekki skal reikna aðflutningsgjöld af vörum sem falla undir 2. tölul. 6. gr. Heimilt skal við fullnaðartollafgreiðslu að skila aðeins einni aðflutningsskýrslu í nafni flutningsmiðlara vegna allra sendinga sem þar falla undir. Þó skal reikna aðflutningsgjöld og skila aðflutningsskýrslu í samræmi við ákvæði 4. tölul. ef áfengi eða tóbaksvörur eru í sendingu.
b. 3. tölul. orðast svo:
Reikna skal 570 kr. í áætluð aðflutningsgjöld af vörum sem falla undir 3. tölul. 6. gr. Heimilt skal við fullnaðartollafgreiðslu að skila aðeins einni aðflutningsskýrslu í nafni flutningsmiðlara vegna allra sendinga sem þar falla undir. Þó skal reikna aðflutningsgjöld og skila aðflutningsskýrslu í samræmi við ákvæði 4. tölul. ef áfengi eða tóbaksvörur eru í sendingu.


3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. nóvember 2000.

Fjármálaráðuneytinu, 11. október 2000.

F. h. r.
Árni Kolbeinsson.
Maríanna Jónasdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica