Fjármálaráðuneyti

560/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 294/1997, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Endurgreiðsluaðili skal fyrir 20. hvers mánaðar skila skattstjóranum í því umdæmi er endurgreiðsluaðili hefur lögheimili, uppgjörsskýrslu á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, vegna endurgreiðslna á tímabilinu frá 1. til 15. þess mánaðar. Jafnframt skal hann fyrir 5. dag næsta mánaðar senda skattstjóranum uppgjörsskýrslu vegna endurgreiðslna á tímabilinu frá 16. til loka mánaðar. Fallist skattstjóri á uppgjörsskýrslu skal endurgreiðsluaðili fá endurgreidda heildarfjárhæð þess virðisaukaskatts sem aðilar búsettir erlendis hafa greitt af keyptri vöru samkvæmt uppgjörsskýrslu.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. september 2000.


Fjármálaráðuneytinu, 24. júlí 2000.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Bergþór Magnússon.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica