Fjármálaráðuneyti

317/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 500/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 500/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts

til erlendra ferðamanna, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Við 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem orðast svo:

                Ákvæði þessarar málsgreinar skulu jafnframt gilda við brottför ferðamanna úr landi frá öðrum stöðum, ef aðili sem hlotið hefur heimild skv. 1. mgr. annast endurgreiðslu á virðisaukaskatti við brottför.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, öðlast gildi þegar í stað.

 

Fjármálaráðuneytinu, 5. júní 1996.

 

F. h. r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Bergþór Magnússon.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica