Fjármálaráðuneyti

190/1983

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 56 19. maí 1961 um tollvörugeymslur, sbr. reglugerð nr. 633 15. desember 1980 um breyting á henni. - Brottfallin

1. gr.

3. málsl. 35. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Leyfishafa skv. 32. gr. er heimilt samkvæmt ákvæðum þessa kafla að selja vistir, útbúnað og annan forða úr forðageymslu sinni í innlend farartæki sem eru að staðaldri í utanlandsferðum og eru í eigu annarra aðila eða erlend farartæki sem hafa hér skamma viðdvöl, svo og að endurútflytja eða endursenda og ennfremur að tollafgreiða þaðan vörur til neyslu eða sölu innanlands, ef sérstaklega stendur á svo sem vegna hættu á skemmdum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 26. gr. laga nr. 47 11. júní 1960 um tollvörugeymslur o. fl., öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 5. apríl 1983.

Ragnar Arnalds.

Höskuldur Jónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica