Fjármálaráðuneyti

301/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 107/1997, um greiðslu kostnaðar vegna tollafgreiðslu utan almenns tollafgreiðslutíma eða utan aðaltollhafna og vegna sérstakrar tollmeðferðar vöru. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem verður 2. málsl. og orðast svo: Ef nægilegt er að mati tollstjóra að einn tollvörður annist tollafgreiðslu vegna skipa eða flugvéla sem flytja farþega eða varning í atvinnuskyni skal tollafgreiðslugjald þó vera 2.000 kr.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar:

a. Við 6. tölul. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þó skal ekki greiða kostnað vegna matsins, ef fob-verðmæti þeirrar vöru sem hefur orðið fyrir skemmdum er undir 10.000 kr.

b. 7. tölul. fellur brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytinu, 14. maí 1997.

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Bergþór Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica