Fjármálaráðuneyti

11/1994

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 310/1992 um tollmeðferð póstsendinga, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 310/1992 um tollmeðferð póstsendinga,

með síðari breytingum.

1. gr.

Í 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðist tilvísunin "9801.0001 til 9801.0009" og "9901.0001 og 9901.0009" svo: 9801.0001 til 9801.0019 og 9901.1001 til 9901.0019.

2. gr.

Fylgiskjal I við reglugerðina orðist svo:

Fylgiskjal I.

Tollflokkun og sundurliðun aðflutningsgjalda af smásendingum,

sbr. 1. gr. reglugerðarinnar.

Tollskrárnúmer

Vöruheiti

Tollur

Vörugjald

 

 

 

A

E

X

 

 

 

%

%

%

9801.1001

-

Sælgæti og drykkjarvörur, þó ekki drykkjarvörur með meiri vínanda en 2,25% að rúmmáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

20

0

22,50

9801.1002

-

Ilmvötn og snyrtivörur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

10

0

13,75

9801.1003

-

Bækur á íslensku, dagblöð, tímarit og landsmála- og héraðsfréttablöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

0

 

 

9801.1004

-

Bækur á öðru tungumáli en íslensku, bæklingar; hljóðfæra-nótur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

0

 

 

9801.1005

-

Fatnaður, þ.m.t. skór . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

15

0

 

9801.1006

-

Sængurlín, borðlín, baðlín o.þ.h.; skrautvörur, skartgripir; búsáhöld, ekki rafknúin; húsgögn; ljósmyndir; hljómplötur, segulbönd, tölvuleikir o.þ.h. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

 

10

 

0

 

9801.1007

-

Kranar, hanar, lokar o.þ.h. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

0

 

13,75

9801.1008

-

Rofar, lampafalir, klær o.þ.h. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

0

 

13,85

9801.1009

-

Kúlupennar,pennar o.þ.h. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

7,5

0

25

9801.1011

-

Tollfrjálsar vörur til manneldis, þ.e. vörur undanþegnar öllum öðrum aðflutningsgjöldum en virðisaukaskatti . . . . . .

0

 

 

9801.1019

-

Aðrar tollfrjálsar vörur, þ.e. vörur undanþegnar öllum öðrum. aðflutningsgjöldum en virðisaukaskatti . . . . . . . . . .

0

 

 

Tolldálkur merktur A gildir fyrir allar innfluttar vörur, nema annað komi fram í dálki merktum E. Dálkur merktur E gildir fyrir vörur sem fluttar eru til landsins samkvæmt ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið svo og vörur sem njóta tollfrelsis samkvæmt ákvæðum annarra fríverslunarsamninga sem Ísland er aðili að. Við útfyllingu aðflutningsskýrslu skal gefa upp gjaldalykla sem eiga við upprunaland vöru, sbr. reit 33 í aðflutningsskýrslu E-1 og reit 4 í póstaðflutningsskýrslu E-3. Dálkur X kveður á um vörugjald af innfluttum vörum samkvæmt lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, auk 0,1% eftirlitsgjalds af rafföngum í tollskrárnúmeri 9801.1008, sbr. reglugerð nr. 543/1993.

Auk aðflutningsgjalda sem tilgreind eru í fylgiskjali þessu skal greiða 14% virðisaukaskatt af vörum í tollskrárnúmeri 9801.1003 og 9801.1011 en 24,5% af vörum í öðrum framangreindum tollskárnúmerum, sbr. lög nr. 50/1989, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Við útflutning skal vöruliður framangreindra tollskrárnúmera byrja á 9901 í stað 9801. Ríkistollstjóra er heimilt að bæta vörum eða vöruflokkum við upptalningu í einstökum tollskrárnúmerum hér að ofan, enda beri vörurnar sömu tolla og gjöld og þar um ræðir eða bæta við nýjum tollskrárnúmerum, enda beri vörurnar sem undir þau flokkast sömu aðflutningsgjöld lögum samkvæmt.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 107. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytið, 7. janúar 1994.

F. h. r.

lndriði H. Þorláksson.

Ingibjörg þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica