Fjármálaráðuneyti

446/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 309/1992, um tollafgreiðslu og greiðslufrest á aðflutningsgjöldum þegar tollskjöl eru send milli tölva. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 309/1992, um tollafgreiðslu og greiðslufrest

á aðflutningsgjöldum þegar tollskjöl eru send milli tölva.

 

1. gr.

                Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr., er orðast svo:

                Aðili, sem fengið hefur heimild skv. 1. mgr., getur að fenginni skriflegri heimild frá innflytjanda óskað þess að aðflutningsgjöld verði skuldfærð á innflytjanda, í samræmi við þær heimildir sem viðkomandi hefur til greiðslufrests á aðflutningsgjöldum.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 109. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum og 3. mgr. 34. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. september 1997.

 

Fjármálaráðuneytinu, 11. júlí 1997.

 

F. h. r.

Bergþór Magnússon.

Hermann Jónasson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica