Fjármálaráðuneyti

215/1984

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 56 19. maí 1961 um tollvörugeymslur með síðari breytingum. - Brottfallin

1.gr.

1. mgr. 28. gr. orðist svo:

Vöru má senda ótollafgreidda úr almennri tollvörugeymslu til annarrar tollhafnar. Um flutning á tollgeymsluvöru milli tollhafna eða tollumdæma gilda reglurnar um flutning á ótollafgreiddum varningi innanlands.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 26. gr. laga nr. 47 11. júní 1960, um tollvörugeymslur o. fl., öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 18. apríl 1984.

F. h. r.

Höskuldur Jónsson.

Björn Hafsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica