Fjármálaráðuneyti

337/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr.310/1992, um tollmeðferð póstsendinga. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 310/1992, um tollmeðferð póstsendinga.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar:

a) Í stað fjárhæðarinnar "kr. 10 000" komi; kr. 25 000.

b) Í stað orðanna "Fjármálaráðuneytið getur" í síðasta málslið 1. tölul. komi: Ríkistollstjóri getur.

2. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar er póststjórninni heimilt að afhenta póstsendingar án þess að viðtakandi leggi fram aðflutningsskýrslu þegar í póstsendingu eru neðangreindar vörur:

a) Sem ekki eru háðar neins konar innflutningstakmörkunum eða -banni og undanþegar eru öllum aðflutningsgjöldum, þ.m.t. virðisaukaskattur, t.d. tollfrjálsar gjafir og sýnishorn og annað sem ekki hefur neitt viðskiptalegt gildi, og

b) blöð og tímarit sem send eru í áskrift erlendis frá sbr. reglugerð nr. 336/1993, um innheimtu virðisaukaskatts af blöðum og tímaritum sem send eru í áskrift erlendis frá í pósti.

3. gr.

Í dálki auðkenndur "Vörugjald" í fylgiskjali I við reglugerðina breytist vörugjaldsprósentan "31,25" við tollskrárnúmerið 98/9901.0002 í : 11,25.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimilt í 14., 107. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 20. ágúst 1993.

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Margrét Gunnlaugsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica