Fjármálaráðuneyti

274/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 554/1993, um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o.fl., með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 554/1993, um virðisaukaskattsskylda sölu

á vörum til manneldis o.fl., með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Eftirfarandi breyting verður á 5. gr. reglugerðarinnar:

                Við 5. gr. bætist nýr málsliður er verður svohljóðandi: Endurgreiðslutímabil fyrir rekstraraðila sem fengið hafa tilkynningu skattstjóra um breytt uppgjörstímabil skv. 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil í virðisaukaskatti, skal þó vera almanaksárið.

 

2. gr.

                Eftirfarandi breyting verður á 7. gr. reglugerðarinnar:

                Í stað orðanna "greinargerð næsta tímabils" í 3. málsl. 2. mgr. kemur: greinargerðum næsta tveggja mánaða tímabils.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Fjármálaráðuneytinu, 13. maí 1996.

 

F. h. r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Hermann Jónasson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica