Skattyfirvöld o.fl.

489/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 361/1995, um skattrannsóknir og málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra Íslands. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 361/1995, um skattrannsóknir

og málsmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra Íslands.

 

1. gr.

                10. gr. reglugerðarinnar orðast svo ásamt fyrirsögn:

Skráning og meðferð móttekinna gagna.

                Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal skrá gögn sem aflað er frá skattaðila er sætir rannsókn og veita honum staðfestingu um móttekin gögn. Að rannsókn lokinni ber að afhenda skattaðila þau aftur verði ekki frekar aðhafst, en ella gögn þau, sem rannsókn er ekki byggð á eða hafa ekki þá þýðingu fyrir niðurstöðu rannsóknar að þörf sé á að halda þeim, og önnur gögn, þegar þörf telst ekki lengur vera á haldi þeirra og í síðasta lagi þegar meðferð máls er endanlega lokið. Skal skattrannsóknarstjóri ríkisins gefa út skriflega kvittun fyrir afhendingu gagna.

                Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal, svo sem frekast er kostur, leitast við að tryggja skattaðila nauðsynlegan aðgang að gögnum hans meðan á meðferð máls stendur, með tímabundinni afhendingu gagna, ljósriti af einstökum skjölum eða með því að veita skattaðila aðgang að gögnum hans, hvort heldur á embættisskrifstofu skattrannsóknarstjóra ríkisins eða á embættisskrifstofum skattstjóra utan Reykjavíkur, ef það þykir hentugra með hliðsjón af búsetu skattaðila, enda sé tryggt að slíkt spilli ekki rannsóknarhagsmunum.

                Skattrannsóknarstjóri ríkisins skal leiðbeina skattaðila um rétt hans til afhendingar og aðgangs að gögnum meðan á meðferð máls stendur.

 

2. gr.

                32. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

                Tilkynna skal skattaðila lok málsmeðferðar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og standa honum skil á gögnum í samræmi við ákvæði 1. mgr. 10. gr.

 

3. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Fjármálaráðuneytinu, 2. september 1996.

 

F. h. r.

Bragi Gunnarsson.

Ragnheiður Snorradóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica