Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1060/2012

Reglugerð um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum. - Brottfallin

1. gr.

Gildissvið.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XXVII. kafla II. viðauka samningsins (brenndir drykkir), gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

Innflutningur og markaðssetning á brenndum drykkjum er heimil eftir því sem tilgreint er í XXVII. kafla, sbr. 1. mgr.

2. gr.

Gerðir.

Eftirtaldar ESB-gerðir gilda hér á landi, sbr. 1. gr.:

  1. Skilgreining, lýsing, merking og vernd landfræðilegra merkinga á brenndum drykkjum.
    1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 110/2008 frá 15. janúar 2008 um skilgreiningu, lýsingu, merkingu og vernd landfræðilegra merkinga á brenndum drykkjum og niðurfellingu reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1576/89, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2012 frá 30. apríl 2012, eins og reglugerðinni var breytt með:
    2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 frá 16. desember 2008 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli og um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1601/91, reglugerðum (EB) nr. 2232/96 og (EB) nr. 110/2008 og tilskipun 2000/13/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2011 frá 20. maí 2011.
  2. Framkvæmdareglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á brenndum drykkjum.
    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1014/90 frá 24. apríl 1990 um ítarlegar framkvæmdareglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynn­ingu á brenndum drykkjum, eins og henni var breytt með:
    2. Reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1180/91 frá 6. maí 1991, nr. 1781/91 frá 19. júní 1991 og nr. 3458/92 frá 30. nóvember 1992.
    3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1712/95 frá 13. júlí 1995, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/97 frá 10. júlí 1997.
    4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2626/95 frá 10. nóvember 1995, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 48/97 frá 10. júlí 1997.
    5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2523/97 frá 16. desember 1997, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/98 frá 25. september 1998.
    6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2140/98 frá 6. október 1998, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/99 frá 28. maí 1999.
  3. Almennar reglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á kryddvínum o.fl.
    1. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1601/91 frá 10. júní 1991 um almennar reglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á kryddvínum, drykkjum blönduðum með kryddvínum og hanastélum blönduðum með kryddvínum, eins og henni var breytt með:
    2. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3279/92 frá 9. nóvember 1992.
    3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2061/96 frá 8. október 1996, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/97 frá 15. desember 1997.
    4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 frá 16. desember 2008 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli og um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1601/91, reglugerðum (EB) nr. 2232/96 og (EB) nr. 110/2008 og tilskipun 2000/13/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2011 frá 20. maí 2011.
  4. Bráðabirgðaráðstafanir varðandi kryddvín o.fl.
    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 3664/91 frá 16. desember 1991 um bráðabirgðaráðstafanir varðandi kryddvín, drykki blandaða með kryddvínum og hanastél blönduð með kryddvínum, eins og henni var breytt með:
    2. Reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 351/92 frá 13. febrúar 1992, nr. 1914/92 frá 10. júlí 1992, nr. 3568/92 frá 10. desember 1992 og nr. 1791/93 frá 30. júní 1993.
  5. Greiningaraðferðir á bragðlausu alkóhóli í víngeiranum.
    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1238/92 frá 8. maí 1992 um greiningaraðferðir bandalagsins á bragðlausu alkóhóli í víngeiranum.
  6. Greiningaraðferðir á etanóli úr landbúnaði sem er notað við framleiðslu brenndra drykkja o.fl.
    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 2003/92 frá 20. júlí 1992 um greiningaraðferðir bandalagsins á etanóli úr landbúnaði sem er notað við framleiðslu brenndra drykkja, kryddvína, drykkja sem blandaðir eru með kryddvínum og hanastéla sem eru blönduð með kryddvínum.
  7. Undanþáguráðstafanir vegna "Glühwein".
    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2215/96 frá 20. nóvember 1996 um undanþáguráðstafanir vegna "Glühwein", sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 101/97 frá 15. desember 1997.
  8. Tilvísunaraðferðir fyrir greiningu brenndra drykkja.
    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2870/2000 frá 19. desember 2000 um tilvísunaraðferðir bandalagsins fyrir greiningu brenndra drykkja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2001 frá 13. júlí 2001, eins og henni var breytt með:
    2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2091/2002 frá 26. nóvember 2002, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2003 frá 16. maí 2003.

3. gr.

Birting gerða.

Þær gerðir sem vísað er til í liðum 2.i, 2.ii, 3.i, 3.ii, 4.i, 4.ii, 5.i, og 6.i við 2. gr. eru birtar í sérriti, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1712/95 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 44/1997 frá 23. október 1997, bls. 26.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2626/95 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 44/1997 frá 23. október 1997, bls. 28.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2523/97 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 32/1999 frá 22. júlí 1999, bls. 139.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2140/98 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 51/2000 frá 9. nóvember 2000, bls. 40.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2061/96 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 27/1998 frá 9. júlí 1998, bls. 115.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2215/96 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 27/1998 frá 9. júlí 1998, bls. 118.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2870/2000 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 16/2002 frá 28. mars 2002, bls. 24.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2091/2002 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 16/2005 frá 2. apríl 2005, bls. 181.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 110/2008 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 54/2012 frá 27. september 2012, bls. 454.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1334/2008 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 55/2011 frá 7. október 2011, bls. 123.

4. gr.

Eftirlit.

Tollstjóri hefur eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 132. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 597/1993, um skilgreiningu, lýsingu og kynningu á tilteknum áfengum drykkjum, með síðari breytingum.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 26. nóvember 2012.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Guðmundur Jóhann Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica