1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í 1.-3. tölul. XXVII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Eftirtaldar EBE-reglugerðir öðlast því gildi, sbr. 1. gr.:
1. Reglugerð ráðsins nr. 1576/89/EBE frá 29. maí 1989 um almennar reglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á brenndum drykkjum eins og hún er leiðrétt í Stjtíð. EB nr. L 223, 2.8.1989, bls. 27.
2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1014/90/EBE frá 24. apríl 1990 um ítarlegar framkvæmdareglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á brenndum drykkjum eins og henni var breytt með reglugerð nr. 1180/91 frá 6. maí 1991 og reglugerð nr. 1781/91 frá 19. júní 1991.
3. Reglugerð ráðsins nr. 1601/91 frá 10. júní 1991 um almennar reglur varðandi skilgreiningu, lýsingu og kynningu á kryddvínum, drykkjum blönduðum með kryddvínum og hanastélum blönduðum með kryddvínum.
3. gr.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 14. gr. laga nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf og öðlast gildi um leið og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið öðlast gildi að því er Ísland varðar.
Fjármálaráðuneytið, 30. desember 1993.
F.h.r.
Snorri Olsen.
Áslaug Guðjónsdóttir.