Fjármálaráðuneyti

751/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 755/2011, um vöruval og sölu áfengis og skilmálar í viðskiptum við birgja. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

ÁTVR skal gæta jafnræðis gagnvart áfengisbirgjum við val á vöru og ákvörðun um sölu og dreifingu.

2. gr.

Í stað orðsins "viðmiðunarframlegð" í 3. mgr. 5. gr. kemur: söluárangri.

3. gr.

Í stað orðsins "framlegðarviðmið" í 2. mgr. 15. gr. kemur: árangursviðmið.

4. gr.

14. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Orðin "og nærsvæðisvali" í 4. mgr. 17. gr. falla brott.

6. gr.

Á eftir 3. mgr. 24. gr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: ÁTVR getur sett viðmið um hámarksaldur viðkvæmrar vöru og skal það birt með tveggja mánaða fyrirvara á birgjavef ÁTVR. ÁTVR getur hafnað móttöku vöru sem er eldri en viðmiðaður hámarks­aldur. ÁTVR getur krafist staðfestingar á framleiðsludegi viðkvæmrar vöru.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 11. gr. laga nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 27. ágúst 2012.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Guðmundur J. Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica