Fjármálaráðuneyti

625/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 723/1997, um tollafgreiðslugengi. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.
1. málsl. 2. gr. orðist svo:
Tollafgreiðslugengi miðast við opinbert viðmiðunargengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðli, kaup- og sölugengi, sem ákveðið og skráð er af Seðlabanka Íslands hinn 28. hvers mánaðar eða næsta vinnudag þar á eftir ef ekki er opið í banka þann dag.


2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 13. gr. tollalaga nr. 55/1987, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 29. júní 2005.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Elmar Hallgríms.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica