Fjármálaráðuneyti

375/2000

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 294/1997, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við fylgiskjal reglugerðarinnar bætist nýr liður sem orðast svo:
C. Tafla vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti, í þeim tilvikum er keyptar eru vörur í báðum þrepum virðisaukaskatts í sömu verslun. Endurgreiða skal samkvæmt töflunni ef heildarsölufjárhæð vara er a.m.k. 4.000 kr. en sölufjárhæð vara í öðru hvoru þrepi virðisaukaskatts er lægri en 4.000 kr. Skal þá endurgreiða virðisaukaskatt samkvæmt töflunni vegna sölu í því skattþrepi þar sem sölufjárhæð nær ekki 4.000 kr.

Sölufjárhæð í viðkomandi þrepi virðisaukaskatts
Endurgreiðsla á 14% virðisaukaskatti
Endurgreiðsla á 24,5% virðisaukaskatti
0-1.000
0
0
1.001-2.000
150
350
2.001-3.000
200
400
3.001-3.999
250
450

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 22. maí 2000.

Geir H. Haarde.
Árni Kolbeinsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica