Félags- og tryggingamálaráðuneyti

296/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 357/2005 um heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að framlengja bótagreiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "10. gr. laga nr. 117/1993" í 3. mgr. 1. gr. kemur: 16. gr. laga nr. 100/2007.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

  1. Í stað orðanna "grunnlífeyri, tekjutryggingu og tekjutryggingarauka einstaklings" í 1. málsl. koma orðin: grunnlífeyri og tekjutryggingu.
  2. 2. málsl. fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

  1. a. Orðin "eða maki eða sambúðaraðili hans" falla brott.
  2. b. Í stað orðanna "10. gr. laga nr. 118/1993" kemur: 9. gr. laga nr. 99/2007.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 10. mgr. 48. gr., sbr. 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 29. gr., sbr. 21. gr., laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. apríl 2008.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 27. mars 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Þór Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica