Félags- og tryggingamálaráðuneyti

465/2009

Reglugerð um mengandi lofttegundir og agnir frá brunahreyflum færanlegra véla sem notaðar eru utan vega. - Brottfallin

I. KAFLI

Gildissvið og orðskýringar.

1. gr.

Gildissvið og markmið.

Reglugerð þessi gildir um færanlegar vélar sem notaðar eru utan vega og ætlaðar eru til notkunar á vinnustöðum sem lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu­stöðum, gilda um. Reglugerðin gildir jafnframt um vélar sem seldar eru eða leigðar jöfnum höndum til notkunar við atvinnurekstur og til einkanota sé ekki fjallað um þær í öðrum lögum eða reglugerðum.

Markmið reglugerðar þessarar er að samræma reglur aðildarríkja innan Evrópska efna­hags­svæðisins um aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá bruna­hreyflum færanlegra véla sem notaðar eru utan vega. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir viðskiptahindranir á innri markaði samhliða því að vernda heilsu manna og umhverfi.

2. gr.

Framkvæmd.

Vinnueftirlit ríkisins fer með framkvæmd reglugerðar þessarar og er viðurkenningaraðili af hálfu íslenskra stjórnvalda, sbr. x-lið 3. gr.

3. gr.

Orðskýringar.

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

 1. Atriðaskrá með upplýsingasafni: Skjal sem í er skrá yfir innihald upp­lýsinga­safnsins, þar sem það er tölusett eða merkt á annan hátt til að auðkenna megi allar blaðsíður.
 2. Endingartími innan losunarmarka: Fjöldi klukkustunda sem tilgreindur er í 4. viðbæti við IV. viðauka og er notaður til að ákvarða spillistuðlana.
 3. Framleiðandi upprunalegs búnaðar: Sá sem framleiðir gerð færanlegrar vélar sem notaður er utan vega.
 4. Framleiðandi: Aðili sem ber ábyrgð gagnvart viðurkenningaraðila á að öllum þáttum tengdum gerðarviðurkenningarferlinu sé fullnægt, svo og fyrir því að tryggja samræmi framleiðslunnar. Aðilinn þarf ekki að koma að öllum þrepum í smíði hreyfilsins með beinum hætti.
 5. Framleiðsludagur hreyfils: Sá dagur þegar hreyfill fullnægir lokaeftirliti eftir að framleiðsluferlinu lýkur. Á þessu stigi er hreyfillinn tilbúinn til afhendingar eða til birgðageymslu.
 6. Færanleg vél sem notuð er utan vega: Allar færanlegar vélar, færanlegur iðnaðar­búnaður eða ökutæki, með eða án yfirbyggingar, sem ekki eru ætlaðar til farþega- eða vöruflutninga á vegum og sem útbúnar eru brunahreyfli eins og tilgreint er í 1. kafla I. viðauka.
 7. Gerð hreyfils: Flokkur brunahreyfla sem eru ekki verulega frábrugðnir hver öðrum með tilliti til grundvallareinkenna hreyfils, sbr. 1. viðbæti II. viðauka.
 8. Gerðarviðurkenning: Aðferð aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins við að votta að hver gerð brunahreyfils eða hvert safn skyldra brunahreyfla standist viðeigandi tæknikröfur er varða losun mengandi lofttegunda og agna samkvæmt þessari reglugerð.
 9. Hreyfilafköst: Nettóafl, sbr. lið 2.4. í I. viðauka.
 10. Hreyfill í handverkfæri til notkunar í atvinnuskyni sem unnt er að nota í fleiri en einni stöðu: Hreyfill í handverkfæri sem uppfyllir kröfur í 1. og 2. tölul. k-liðar, enda hafi framleiðandi hreyfilsins fært Vinnueftirliti ríkisins fullnægjandi sönnur á að endingartími innan losunarmarka í 3. flokki (skv. lið 2.1 í 4. viðbæti við IV. viðauka) eigi við hreyfilinn.
 11. Hreyfill í handverkfæri: Hreyfill sem uppfyllir a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
  1. hreyfillinn er ætlaður í tæki sem notandinn heldur á allan þann tíma sem fyrirhuguð notkun þess fer fram,
  2. hreyfilinn er ætlaður í tæki sem skal vera unnt að nota í fleiri en einni stöðu, svo sem á hvolfi eða á hlið, til að sinna fyrirhuguðu hlutverki þess, eða
  3. hreyfillinn er ætlaður í tæki þar sem samanlögð þyngd hreyfilsins og tækisins miðað við þurrvigt er undir 20 kílógrömmum og að minnsta kosti eitt af eftirfarandi einkennum er einnig fyrir hendi:
   1. notandinn skal ýmist styðja við tækið eða halda á því allan þann tíma sem fyrirhuguð notkun þess fer fram,
   2. notandinn skal styðja við tækið eða halda því í réttri stöðu allan þann tíma sem fyrirhuguð notkun þess fer fram, eða
   3. nota skal hreyfilinn í rafal eða dælu.
 12. Hreyfill sem ekki er haldið á: Hreyfill sem fellur ekki undir skilgreininguna á hreyfli í handverkfæri, sbr. k-lið.
 13. Markaðssetning: Það að gera hreyfil sem reglugerð þessi gildir um fáanlegan í fyrsta skipti á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins, gegn gjaldi eða án endurgjalds, til dreifingar og/eða notkunar innan Evrópska efnahagssvæðisins.
 14. Safn skyldra hreyfla: Flokkun framleiðenda hreyfla sem, með tilliti til hönnunar þeirra, má gera ráð fyrir að hafi svipaða eiginleika að því er varðar losun mengandi efna og sem eru í samræmi við skilyrði þessarar reglugerðar.
 15. Smærri framleiðandi neistakveikjuhreyfla: Framleiðandi með færri en 25.000 einingar í árlegri heildarframleiðslu.
 16. Smærri hreyfihópur neistakveikjuhreyfla: Framleiðandi með færri en 5.000 einingar í árlegri heildarframleiðslu.
 17. Stofnhreyfill: Hreyfill sem valinn hefur verið úr safni skyldra hreyfla á þann hátt að hann samræmist skilyrðum 6. og 7. kafla I. viðauka.
 18. Sveigjanleikaáætlun: Ferli sem gerir framleiðanda hreyfla kleift, á tímabilinu milli tveggja samliggjandi áfanga viðmiðunarmarka, að setja á markað takmarkaðan fjölda hreyfla sem setja skal í vélar sem notaðar eru utan vega og samræmast einungis þeim viðmiðunarmörkum fyrir losun sem giltu í fyrri áfanga.
 19. Tækniþjónusta: Einn eða fleiri aðilar sem eru útnefndir sem prófunaraðilar til að annast prófanir eða skoðanir fyrir hönd viðurkenningaraðila aðildarríkis. Viður­kenningar­aðila er einnig heimilt að annast þessa þjónustu sjálfur.
 20. Upplýsingamappa: Heildarmappa með gögnum, teikningum, ljósmyndum og öðrum nauðsynlegum upplýsingum sem umsækjandi afhendir tækniþjónustu eða viðurkenningaraðila eftir því sem mælt er fyrir um í upplýsingaskjali.
 21. Upplýsingasafn: Upplýsingamappa að viðbættum öllum prófunarskýrslum eða öðrum skjölum sem koma frá tækniþjónustu eða viðurkenningaraðila meðan á störfum þeirra stendur.
 22. Upplýsingaskjal: Skjal, sbr. II. viðauka, þar sem tekið er fram hvaða upplýsingar umsækjandi skal láta í té.
 23. Varahreyfill: Nýsmíðaður hreyfill sem kemur í stað hreyfils í vél og er einungis fenginn í því skyni.
 24. Viðurkenningaraðili: Lögbært yfirvald eða yfirvöld aðildarríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins sem ber ábyrgð á öllum þáttum gerðar­viður­kenningar hreyfils eða safns skyldra hreyfla, útgáfu og afturköllun á vottorðum um gerðarviðurkenningu, tengslum við viðurkenningaraðila annarra aðildarríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og sannprófun á aðferðum framleiðanda við að tryggja samræmi framleiðslu.

II. KAFLI

Gerðarviðurkenning.

4. gr.

Umsókn um gerðarviðurkenningu.

Framleiðandi skal sækja um gerðarviðurkenningu fyrir hreyfil eða safn skyldra hreyfla hjá Vinnueftirliti ríkisins eða viðurkenningaraðila í öðru aðildarríki innan Evrópska efnahags­svæðisins. Sækja skal sérstaklega um fyrir hverja gerð hreyfla eða safn skyldra hreyfla. Með umsókninni skal fylgja upplýsingamappa sem felur í sér upplýsingaskjal skv. II. viðauka. Hreyfil, sem er í samræmi við þá gerð hreyfla sem lýst er í 1. viðbæti II. viðauka, skal afhenda þeirri tækniþjónustu sem ber ábyrgð á framkvæmd prófana á gerðarviðurkenningu.

Þegar Vinnueftirlit ríkisins telur að umsókn um gerðarviðurkenningu fyrir safn skyldra hreyfla, að því er varðar stofnhreyfilinn, fullnægi ekki að öllu leyti þeim skilyrðum um safn skyldra hreyfla sem koma fram í 2. viðbæti II. viðauka skal Vinnueftirlitinu afhent ný umsókn og, ef nauðsynlegt er, annan stofnhreyfil sem það ákveður og afhentur er tækniþjónustu skv. 1. mgr.

Óheimilt er að sækja um gerðarviðurkenningu fyrir eina gerð hreyfils eða safn skyldra hreyfla í fleiri en einu aðildarríki innan Evrópska efnahagssvæðisins.

5. gr.

Gerðarviðurkenningaraðferð.

Vinnueftirlit ríkisins skal veita gerðarviðurkenningu fyrir sérhverja gerð hreyfla og safn skyldra hreyfla sem eru í samræmi við atriðin í upplýsingamöppunni og fullnægja skil­yrðum reglugerðar þessarar. Að því loknu skal Vinnueftirlitið gefa út vottorð um gerðar­viður­kenninguna, sbr. VII. viðauka.

Vinnueftirlit ríkisins skal fylla út alla liði vottorðs um gerðarviðurkenningu sem við eiga fyrir hverja gerð hreyfils eða safn skyldra hreyfla sem það viðurkennir og skal Vinnu­eftirlitið taka saman eða sannprófa innihald atriðaskrár með upplýsingasafninu. Taka skal fram í vottorði um gerðarviðurkenningu fyrir gerð hreyfla eða safn skyldra hreyfla sérhverja takmörkun á notkun þeirra og þau skilyrði sem gilda um uppsetningu. Vottorð um gerðarviðurkenningu skal tölusett í samræmi við þá aðferð sem lýst er í VIII. viðauka. Útfyllt vottorð og meðfylgjandi gögn skulu síðan afhent umsækjanda.

Afmarka skal gildissvið gerðarviðurkenningar fyrir hreyfil eða safn skyldra hreyfla sem gegnir/gegna einungis hlutverki sínu eða sérstakir eiginleikar hans/þess nýtast eingöngu í sambandi við aðra hluta færanlegrar vélar sem notuð er utan vega og því einungis unnt að sannprófa hvort hann/það fullnægi viðeigandi skilyrðum þegar hann/það vinnur með öðrum vélarhlutum, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hermar.

Vinnueftirlit ríkisins skal mánaðarlega senda til viðurkenningaraðila í öðrum aðildarríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins skrá yfir gerðarviðurkenningar sem það hefur veitt, synjað eða afturkallað. Þegar um afturköllun á vottorði um gerðarviðurkenningu er að ræða skal Vinnueftirlitið jafnframt tilgreina ástæður hennar. Ennfremur skal Vinnueftirlit ríkisins senda Eftirlitsstofnun EFTA árlega afrit af gögnum, sbr. XI. viðauka, um þá hreyfla er hafa verið viðurkenndir frá því að síðasta tilkynning þar að lútandi var send Eftirlitsstofnun EFTA.

Heimilt er að setja á markað þjöppukveikjuhreyfla sem ekki eru ætlaðir til að knýja eimreiðar, sporreiðar eða skip í siglingum á skipgengum vatnaleiðum samkvæmt sveigjan­leika­áætlun og í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í XIII. viðauka, auk 1.-4. mgr.

6. gr.

Breytingar á gerðarviðurkenningu.

Framleiðandi skal tilkynna viðurkenningaraðila sem veitti gerðarviðurkenninguna um sérhverja þá breytingu sem gerð er á atriðum sem koma fram í upplýsingasafninu.

Umsókn um breytingu á eða útvíkkun gerðarviðurkenningar er einungis heimilt að leggja inn hjá þeim viðurkenningaraðila er upphaflega veitti gerðarviðurkenninguna.

Þegar Vinnueftirliti ríkisins hefur borist tilkynning skv. 1. mgr. skal stofnunin:

 1. gefa út endurskoðaða(r) blaðsíðu(r) úr upplýsingasafni eftir þörfum og merkja sérhverja endurskoðaða blaðsíðu þannig að eðli breytingarinnar og dagsetning endurútgáfunnar sé greinileg. Þá skal ætíð þegar endurskoðaðar blaðsíður eru gefnar út breyta atriðaskránni með upplýsingasafninu sem fylgir vottorði um gerðarviðurkenningu þannig að síðustu dagsetningar endurskoðaðra blaðsíðna séu greinilegar, og
 2. gefa út endurskoðað vottorð um gerðarviðurkenningu sem einkennt er með útvíkkunar­númeri ef einhverjar upplýsingar á vottorðinu sjálfu hafa breyst eða ef skil­yrði reglna þessara hafa breyst frá dagsetningu viðurkenningarinnar. Á endur­skoðaða vottorðinu skulu ástæður fyrir endurskoðuninni og dagsetning endur­útgáfu koma greinilega fram.

Álíti Vinnueftirlit ríkisins að breyting á upplýsingasafni kalli á nýjar prófanir eða athuganir skal það tilkynna framleiðanda þar um og gefa einungis út skjöl skv. 3. mgr. að afloknum nýjum prófunum eða athugunum.

III. KAFLI

Samræmi, skráning og markaðssetning.

7. gr.

Samræmi.

Framleiðandi skal festa á sérhverja einingu, sem framleidd er í samræmi við viðurkennda gerð, þær merkingar sem settar eru fram í 3. kafla I. viðauka, þ.m.t. gerðar­viður­kenningar­númer.

Þegar vottorð um gerðarviðurkenningu gefur til kynna takmarkanir á notkun skv. 2. og 3. mgr. 5. gr. skal framleiðandinn afhenda, með sérhverri einingu sem framleidd er, nákvæmar upplýsingar um þessar takmarkanir og tilgreina öll fyrirmæli um uppsetningu hennar. Ef röð hreyflagerða er afhent einum framleiðanda vélar telst nægjanlegt að honum sé einungis afhent eitt slíkt upplýsingaskjal, sem jafnframt inniheldur skrá yfir viðeigandi kenninúmer hreyflanna, í síðasta lagi á afhendingardegi fyrsta hreyfilsins.

Framleiðandi skal, sé þess óskað, senda viðurkenningaraðilanum sem veitti gerðar­viður­kenninguna skrá yfir kenninúmer sérhverrar hreyflagerðar sem framleidd hefur verið í samræmi við skilyrði reglugerðar þessarar frá því að síðasta skrá sam­kvæmt ákvæði þessu var send aðilanum eða frá því að skilyrðin tóku fyrst gildi. Skrá þessi skal send viðurkenningaraðilanum fyrir 14. febrúar ár hvert, og fyrir þann dag sem viðurkenningaraðili ákveður telji hann þörf á að kalla oftar eftir slíkri skrá. Þegar breytingar hafa verið gerðar á skilyrðum reglugerðar þessarar skal skrá samkvæmt ákvæði þessu send án tafar eftir gildistökudag hennar sé þess óskað. Tilgreina skal í skránni samsvörun kenninúmeranna við tilsvarandi gerðir eða safn skyldra hreyfla og við gerðarviðurkenningarnúmerin feli skráningarkerfið ekki í sér slíkar upplýsingar. Ennfremur skal skráin innihalda sérstakar upplýsingar ef framleiðandi hættir að framleiða viðurkennda gerð eða safn skyldra hreyfla. Geri viðurkenningaraðili ekki kröfur um að skrá samkvæmt ákvæði þessu sé send honum reglulega skal framleiðandi varðveita slíkar skrár í að minnsta kosti 20 ár.

Framleiðandi skal senda viðurkenningaraðilanum sem veitti gerðarviðurkenninguna yfirlýsingu sem tilgreinir sérhverja gerð hreyfla og safn skyldra hreyfla, ásamt viðeigandi auðkenniskóða þeirra hreyfla sem hann hyggst framleiða frá og með tilteknum degi. Yfirlýsingin skal send aðilanum fyrir 14. febrúar ár hvert og án tafar eftir hvern gildistökudag samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða.

Hafi Vinnueftirlit ríkisins veitt gerðarviðurkenningu og framleiðandi verður ekki við kröfum þess samkvæmt þessu ákvæði skal Vinnueftirlitið afturkalla gerðar­viður­kenninguna sem veitt hefur verið tilsvarandi gerð hreyfils eða safni skyldra hreyfla samkvæmt reglugerð þessari. Um tilkynningu um afturköllun fer skv. 4. mgr. 5. gr.

Þjöppukveikjuhreyflar sem settir eru á markað samkvæmt sveigjanleikaáætlun skulu merktir í samræmi við ákvæði XIII. viðauka.

8. gr.

Skráning og markaðssetning.

Vinnueftirliti ríkisins er óheimilt að synja markaðssetningu nýrra hreyfla sem fullnægja skilyrðum reglugerðar þessarar, óháð því hvort þeir hafa verið settir upp í vél eða ekki. Þetta gildir þó ekki um hreyfla sem Vinnueftirlitið hefur veitt undanþágu samkvæmt ákvæði til bráðabirgða IV, hreyfla sem eru einkum ætlaðir til notkunar við sjósetningu og upptöku björgunarbáta og hreyfla sem einkum eru ætlaðir til notkunar við sjósetningu og upptöku báta sem ýtt er úr vör.

Vinnueftirlit ríkisins skal halda skrá yfir kenninúmer þeirra hreyfla sem það hefur viðurkennt og eru framleiddir í samræmi við skilyrði reglugerðar þessarar. Framleiðandi eða umboðsmaður hans með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins skal án tafar veita Vinnueftirliti ríkisins, óski það þess, allar nauðsynlegar upplýsingar um kaupendur hreyflanna ásamt kenninúmerum hreyflanna sem tilkynnt hafa verið skv. 3. mgr. 7. gr. Þetta á þó ekki við þegar hreyfill er seldur til framleiðanda vélar.

Varahreyflar skulu vera í samræmi við þau viðmiðunarmörk sem sett voru fyrir hreyfilinn, sem skipta á um, þegar hann var upphaflega settur á markað.

Heimilt er að setja á markað hreyfla samkvæmt sveigjanleikaáætlun í samræmi við ákvæði XIII. viðauka.

Vinnueftirlit ríkisins skal heimila að hreyflar, eins og þeir eru skilgreindir í A(i) og A(ii) í I. viðauka, séu settir á markað samkvæmt sveigjanleikaáætluninni í samræmi við ákvæði XIII. viðauka.

IV. KAFLI

Ýmis ákvæði.

9. gr.

Eftirlit með samræmi framleiðslu.

Vinnueftirlit ríkisins skal sannreyna að framleiðandi fullnægi skilyrðum 5. kafla I. viðauka áður en það veitir gerðarviðurkenningu. Ennfremur skal Vinnueftirlit ríkisins hafa eftirlit með að skilyrðum 5. kafla I. viðauka verði áfram fullnægt eftir að gerðarviðurkenning hefur verið veitt og að sérhver hreyfill sem einkenndur er með gerðar­viður­kenningar­númeri sé í samræmi við þá lýsingu er fram kemur í vottorði um gerðar­viður­kenningu gerðar hreyfils eða safns skyldra hreyfla.

10. gr.

Ósamræmi við viðurkennda gerð eða safn skyldra hreyfla.

Þegar vikið er frá atriðunum í vottorði um gerðarviðurkenningu eða upplýsingasafninu án þess að viðurkenningaraðili sem veitti gerðarviðurkenningu hafi heimilað slíkt er um ósamræmi við viðurkennda gerð eða safn skyldra hreyfla að ræða.

Komist Vinnueftirlit ríkisins að raun um að hreyflar, sem hafa vottorð um samræmi eða sem á er viðurkenningarmerki, samræmast ekki þeirri gerð hreyfils eða safni skyldra hreyfla sem Vinnueftirlitið viðurkenndi skal það beina þeim tilmælum til framleiðandans að hann sjái til þess innan hæfilegs frests að hreyflarnir verði framvegis í samræmi við viðurkennda gerð hreyfils eða safn skyldra hreyfla. Fullnægi framleiðandi ekki tilmælum Vinnueftirlitsins skal það afturkalla vottorð um gerðarviðurkenningu.

Sýni Vinnueftirlit ríkisins fram á að hreyflar sem bera viðurkenningarnúmer séu ekki í samræmi við viðurkennda gerð eða safn skyldra hreyfla er Vinnueftirlitinu heimilt að fara fram á að viðurkenningaraðilinn sem veitti gerðarviðurkenninguna sannprófi að fram­leiddir hreyflar séu í samræmi við viðurkennda gerð eða safn skyldra hreyfla. Þetta skal sannprófa innan sex mánaða frá þeim degi sem farið er fram á það.

Þurfi Vinnueftirlit ríkisins að grípa til aðgerða skv. 2. mgr. skal það tilkynna það viður­kenningar­aðilum í öðrum aðildarríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. 4. mgr. 5. gr.

11. gr.

Kæruheimild.

Heimilt er að kæra ákvarðanir Vinnueftirlits ríkisins sem teknar eru á grundvelli reglu­gerðar þessarar til félags- og tryggingamálaráðuneytis innan þriggja mánaða frá því aðila máls var tilkynnt um ákvörðunina, sbr. 98. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

12. gr.

Viðurlög.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða ákvæði 99. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

V. KAFLI

Gildistaka.

13. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, til innleiðingar á tilskipun nr. 97/68/EB, um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum, sem vísað er til í 1. lið XXIV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/1999, tilskipun nr. 2001/63/EB, um tæknilega aðlögun á tilskipun nr. 97/68/EB, um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum, sem vísað er til í 1. lið a XXIV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2002, tilskipun nr. 2002/88/EB, um breytingu á tilskipun nr. 97/68/EB, um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem notaðar eru utan vega sem vísað er til í 1. lið a XXIV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 151/2003, tilskipun nr. 2004/26/EB, um leiðréttingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/26/EB frá 21. apríl 2004, um breytingu á tilskipun nr. 97/68/EB um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum, sem vísað er til í 1. lið a XXIV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2004.

14. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Viðaukar II-XV við tilskipun nr. 97/68/EB, um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum, með síðari breytingum, og vísað er til í reglugerð þessari, skulu öðlast gildi hér á landi. Um birtingu þeirra vísast til EES-viðbætis við Stjórnartíðindi EB nr. 60, 7. hluta, 21. desember 2000, EES-viðbætis við Stjórnartíðindi EB nr. 57, 8. nóvember 2003, EES-viðbætis við Stjórnartíðindi EB nr. 58, 27. nóvember 2005, og EES-viðbætis við Stjórnartíðindi EB nr. 45, 2. hluta, 18. júlí 2008.

Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 696/2001, um mengandi lofttegundir og agnir frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum, með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða.

I.

Gerðarviðurkenning jafnhraðahreyfla í III. áfanga A (hreyfilflokkar: H, I, J og K).

Vinnueftirlit ríkisins skal synja um veitingu gerðarviðurkenningar fyrir eftirfarandi gerðir hreyfla eða safns skyldra hreyfla og um útgáfu vottorðs um gerðarviðurkenningu, sbr. VII. viðauka, sem og annarra gerðarviðurkenninga fyrir færanlegar vélar sem eru notaðar utan vega, hafi hreyfill verið settur í þær sem hefur ekki þegar verið settur á markað fullnægi hreyfillinn ekki þeim skilyrðum sem tilgreind eru í reglugerð þessari og sé losun mengandi lofttegunda og efnisagna frá hreyflinum ekki í samræmi við viðmiðunarmörkin í töflu í lið 4.1.2.4 í I. viðauka:

 

H:

Eftir 31. desember 2009 fyrir hreyfla með afköst á bilinu: 130 kW ≤ P < 560 kW.

 

I:

Eftir 31. desember 2009 fyrir hreyfla með afköst á bilinu: 75 kW ≤ P < 130 kW.

 

J:

Eftir 31. desember 2010 fyrir hreyfla með afköst á bilinu: 37 kW ≤ P < 75 kW.

 

K:

Eftir 31. desember 2009 fyrir hreyfla með afköst á bilinu: 19 kW ≤ P < 37 kW.a. Gerðarviðurkenning hreyfla í III. áfanga B (hreyfilflokkar: L, M, N og P).

Vinnueftirlit ríkisins skal synja um veitingu gerðarviðurkenningar fyrir eftirfarandi gerðir hreyfla eða safns skyldra hreyfla og um útgáfu vottorðs um gerðarviðurkenningu, sbr. VII. viðauka, sem og annarra gerðarviðurkenninga fyrir færanlegar vélar sem eru notaðar utan vega, hafi hreyfill verið settur í þær sem hefur ekki þegar verið settur á markað fullnægi hreyfillinn ekki þeim skilyrðum sem tilgreind eru í reglugerð þessari og sé losun mengandi lofttegunda og efnisagna frá hreyflinum ekki í samræmi við viðmiðunarmörkin í töflu í lið 4.1.2.5. í I. viðauka:

 

L:

Eftir 31. desember 2009 fyrir hreyfla, aðra en jafnhraðahreyfla, með afköst á bilinu: 130 kW ≤ P ≤ 560 kW.

 

M:

Eftir 31. desember 2010 fyrir hreyfla, aðra en jafnhraðahreyfla, með afköst á bilinu: 75 kW ≤ P < 130 kW.

 

N:

Eftir 31. desember 2010 fyrir hreyfla, aðra en jafnhraðahreyfla, með afköst á bilinu: 56 kW ≤ P < 75 kW.

 

P:

Eftir 31. desember 2011 fyrir hreyfla, aðra en jafnhraðahreyfla, með afköst á bilinu: 37 kW ≤ P < 56 kW.b. Gerðarviðurkenning hreyfla í IV. áfanga (hreyfilflokkar: Q og R).

Vinnueftirlit ríkisins skal synja um veitingu gerðarviðurkenningar fyrir eftirfarandi gerðir hreyfla eða safns skyldra hreyfla og um útgáfu vottorðs um gerðarviðurkenningu, sbr. VII. viðauka, sem og annarra gerðarviðurkenninga fyrir færanlegar vélar sem eru notaðar utan vega, hafi hreyfill verið settur í þær sem hefur ekki þegar verið settur á markað fullnægi hreyfillinn ekki þeim skilyrðum sem tilgreind eru í reglugerð þessari og sé losun mengandi lofttegunda og efnisagna frá hreyflinum ekki í samræmi við viðmiðunarmörkin í töflu í lið 4.1.2.6. í I. viðauka:

 

Q:

Eftir 31. desember 2012 fyrir hreyfla, aðra en jafnhraðahreyfla, með afköst á bilinu: 130 kW ≤ P ≤ 560 kW.

 

R:

Eftir 30. september 2013 fyrir hreyfla, aðra en jafnhraðahreyfla, með afköst á bilinu: 56 kW ≤ P < 130 kW.II.

Markaðssetning: Framleiðsludagur hreyfils.

Að undanskildum vélum og hreyflum sem ætluð eru til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins er markaðssetning hreyfla, hvort sem þeir hafa verið settir í vélar eða ekki, einungis heimil eftir eftirfarandi dagsetningar ef þeir fullnægja skilyrðum þessarar reglugerðar:

Jafnhraðahreyflar í III. áfanga A

 

Flokkur H:

31. desember 2010.

 

Flokkur I:

31. desember 2010.

 

Flokkur J:

31. desember 2011.

 

Flokkur K:

31. desember 2010.Hreyflar í III. áfanga B sem ekki eru jafnhraðahreyflar

 

Flokkur L:

31. desember 2010.

 

Flokkur M:

31. desember 2011.

 

Flokkur N:

31. desember 2011.

 

Flokkur P:

31. desember 2012.Hreyflar í IV. áfanga sem ekki eru jafnhraðahreyflar

 

Flokkur Q:

31. desember 2013.

 

Flokkur R:

30. september 2014.Fyrir hvern flokk skal fresta framkvæmd á framangreindum kröfum um tvö ár að því er varðar hreyfla sem voru framleiddir fyrir téða dagsetningu.

Leyfi sem veitt eru fyrir hreyfla í einum áfanga viðmiðunarmarka fyrir losun skulu falla niður frá og með lögboðinni framkvæmd næsta áfanga viðmiðunarmarka.

a. Merkingar til að sýna að kröfur III. áfanga A og B og IV. áfanga séu uppfylltar fyrr en ætlað var.

Fyrir gerðir hreyfla eða safn skyldra hreyfla sem uppfylla viðmiðunarmörk, sem eru sett fram í töflu í liðum 4.1.2.4., 4.1.2.5. og 4.1.2.6. í I. viðauka, fyrir dagsetningarnar sem mælt er fyrir um í 2. tölul. þessarar greinar, skal Vinnueftirlit ríkisins heimila sérstakar merkingar og áletranir til að sýna að viðkomandi tæki uppfylli kröfur um viðmiðunarmörk fyrir dagsetningarnar sem mælt er fyrir um.

III.

Neistakveikjuhreyflar.

A. Neistakveikjuhreyflum er skipt í eftirfarandi undirflokka:

Aðalundirflokkur S: Litlir hreyflar með nettóafl ≤ 19 kW.

Skipta skal aðalundirflokki S í tvo flokka:

 

H:

Hreyflar fyrir vélar sem haldið er á.

 

N:

Hreyflar fyrir vélar sem ekki er haldið á.Undirflokkur/flokkur

Slagrými
(í rúmsentimetrum)

Hreyflar í handverkfærum
Undirflokkur SH:1

< 20

Undirflokkur SH:2

≥ 20
< 50

Undirflokkur SH:3

≥ 50

Hreyflar sem ekki er haldið á
Undirflokkur SN:1

< 66

Undirflokkur SN:2

≥ 66
< 100

Undirflokkur SN:3

≥ 100
< 225

Undirflokkur SN:4

≥ 225


B. Veiting gerðarviðurkenninga.

Vinnueftirliti ríkisins er óheimilt að synja um gerðarviðurkenningu fyrir neista­kveikju­hreyfil eða safn skyldra hreyfla. Vinnueftirlitinu er jafnframt óheimilt að synja um útgáfu skjalsins sem lýst er í VII. viðauka. Ennfremur er Vinnueftirlitinu óheimilt að setja aðrar gerðarviðurkenningarkröfur varðandi losun loftmengandi efna fyrir færanlegar vélar sem notaðar eru utan vega en eru búnar hreyfli, ef hreyfillinn stenst þær kröfur sem settar eru fram í reglugerð þessari að því er varðar losun mengandi lofttegunda.

C. Gerðarviðurkenningar, I. áfangi.

Vinnueftirlit ríkisins skal synja um gerðarviðurkenningu fyrir gerð hreyfla eða safn skyldra hreyfla og um útgáfu skjalanna sem lýst er í VII. viðauka. Vinnueftirlitið skal jafnframt synja um veitingu allra annarra gerðarviðurkenninga fyrir færanlegar vélar sem notaðar eru utan vega og sem búnar eru hreyfli standist hreyfillinn ekki þær kröfur sem tilgreindar eru í reglugerð þessari og losun mengandi lofttegunda frá hreyflinum er ekki í samræmi við viðmiðunarmörkin sem eru sett fram í töflunni í lið 4.2.2.1. í I. viðauka.

D. Gerðarviðurkenningar, II. áfangi.

Vinnueftirlit ríkisins skal synja um gerðarviðurkenningu fyrir gerð hreyfla eða hóp þeirra og um útgáfu skjalanna sem lýst er í VII. viðauka. Vinnueftirlitið skal jafnframt synja um veitingu allra annarra gerðarviðurkenninga fyrir færanlegar vélar með ísettum hreyfli sem notaðar eru utan vega eftir 1. ágúst 2007 fyrir hreyfla í undirflokki SH:1, SH:2 og SN:3 og eftir 1. ágúst 2008 fyrir hreyfla í undirflokki SH:3 standist hreyfillinn ekki þær kröfur sem tilgreindar eru í reglugerð þessari og ef losun mengandi lofttegunda frá hreyflinum er ekki í samræmi við viðmiðunarmörkin í töflunni í lið 4.2.2.2. í I. viðauka.

E. Markaðssetning: Framleiðsludagur hreyfils.

Vinnueftirlit ríkisins skal sex mánuðum eftir dagsetningar viðeigandi hreyflaflokks í C- og D-liðum aðeins heimila markaðssetningu hreyfla, að undanskildum vélum og hreyflum sem ætluð eru til útflutnings til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins hvort sem þeir hafa verið settir í vélar eða ekki ef þeir standast kröfur þessarar reglugerðar.

F. Merkingar til að sýna að skilyrði II. áfanga séu uppfyllt fyrr en áætlað var.

Fyrir gerðir hreyfla eða safn skyldra hreyfla sem uppfylla viðmiðunarmörk sem sett eru fram í töflunni í lið 4.2.2.2. í I. viðauka fyrir dagsetningarnar sem mælt er fyrir um í D-lið þessarar greinar skal Vinnueftirlit ríkisins heimila sérstakar merkingar og áletranir til að sýna að viðkomandi tæki uppfylli kröfur um viðmiðunarmörk fyrir dagsetningarnar sem mælt er fyrir um.

G. Undanþágur.

Eftirfarandi vélar eru undanþegnar dagsetningum fyrir framkvæmd krafna II. áfanga um viðmiðunarmörk fyrir losun í þrjú ár eftir gildistöku þessara krafna um viðmiðunarmörk fyrir losun. Á þessum þremur árum skulu kröfur I. áfanga um viðmiðunarmörk gilda áfram:

 1. Handkeðjusög: Handverkfæri ætlað til þess að saga við með sögunarkeðju og sem halda skal með báðum höndum og slagrými þess er meira en 45 sm³, samkvæmt EN ISO 11681-1.
 2. Vél með handfangi ofan á (þ.e. borar og keðjusagir fyrir trjávinnu sem haldið er á): Handverkfæri með handfangi ofan á vélinni sem ætlað er að bora holur eða saga við með sögunarkeðju samkvæmt ISO 11681-2.
 3. Handsláttuorf með blaði og brunahreyfli: Handverkfæri með blaði úr málmi eða plasti sem snýst og ætlað er til að klippa illgresi, runna, lítil tré og svipaðan gróður. Það skal vera hannað til notkunar í fleiri en einni stöðu samkvæmt EN ISO 11806, svo sem lárétt eða á hvolfi, og slagrými skal vera meira en 40 sm³.
 4. Limgerðisklippur sem haldið er á: Handverkfæri ætlað til að klippa limgerði og runna með einu eða fleiri skurðarblöðum sem hreyfast fram og aftur samkvæmt EN 774.
 5. Aflknúin handsög með brunahreyfli: Handverkfæri ætlað til að saga hörð efni, svo sem stein, malbik, steypu eða stál, með blaði úr málmi sem snýst og slagrými þess er meira en 50 sm³ samkvæmt EN 1454.
 6. Hreyfill sem ekki er haldið á með láréttum ás í undirflokki SN:3: Einungis hreyflar með láréttum ás í undirflokki SN:3 sem ekki er haldið á og gefa afl sem nemur 2,5 kW eða minna og eru aðallega notaðir í sérstökum iðnaði, þ.m.t. í tætara, hjólsagir, loftblandara fyrir grasflatir og rafala.

H. Valfrjáls seinkun á framkvæmd.

Vinnueftirlit ríkisins getur þó fyrir hvern flokk frestað dagsetningunum sem nefndar eru í C-, D- og E-liðum um tvö ár að því er varðar hreyfla sem voru framleiddir fyrir þær dagsetningar.

IV.

Vinnueftirliti ríkisins er heimilt að seinka dagsetningum í bráðabirgðaákvæði II fyrir hvern flokk um tvö ár að því er varðar hreyfla sem voru framleiddir fyrir dagsetningarnar. Framangreind tímamörk gilda ekki um hreyfla sem Vinnueftirlit ríkisins hefur veitt undanþágu samkvæmt bráðabirgðaákvæði VI.

V.

Vinnueftirliti ríkisins er heimilt að ósk framleiðanda að veita undanþágu frá tímamörkum bráðabirgðaákvæðis II í allt að tólf mánuði fyrir afgangshreyfla sem enn eru til birgðir af, eða að því er varðar hreyfla fyrir færanlegar vélar sem notaðar eru utan vega, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

 1. Framleiðandi skal leggja inn umsókn hjá þeim viðurkenningaraðila sem viður­kenndi samsvarandi gerð eða gerðir hreyfla eða safn skyldra hreyfla fyrir framangreind tímamörk.
 2. Umsókn framleiðandans skal innihalda skrá, sbr. 3. mgr. 7. gr., um þá nýju hreyfla sem ekki eru markaðssettir innan tímamarkanna. Að því er varðar hreyfla sem í fyrsta sinn falla undir gildissvið þessarar reglugerðar skal hann senda umsókn sína til viðurkenningaraðila þar sem hreyflarnir eru geymdir.
 3. Í umsókninni skulu teknar fram þær tæknilegu og/eða efnahagslegu ástæður sem hún byggist á.
 4. Hreyflarnir skulu vera í samræmi við gerð hreyfla eða safn skyldra hreyfla sem gerðarviðurkenning gildir ekki lengur um eða sem áður þurftu ekki gerðar­viður­kenningu en hafa verið framleiddir í samræmi við tímamörkin.
 5. Hreyflarnir skulu hafa verið geymdir innan Evrópska efnahagssvæðisins innan tímamarkanna.
 6. Hámarksfjöldi nýrra hreyfla af einni eða fleiri gerðum, sem markaðssettir eru í hverju aðildarríki samkvæmt undanþágu þessari, má ekki vera meiri en 10% nýrra hreyfla af öllum viðkomandi gerðum sem markaðssettir voru í því aðildarríki árið áður.
 7. Samþykki Vinnueftirlit ríkisins umsóknina um undanþágu skv. 4. mgr. skal það útfylla samræmisvottorð með sérstakri færslu fyrir hvern hreyfil sem um er að ræða.
 8. Vinnueftirlitið skal halda skrá yfir veittar undanþágur þar sem ástæður þeirra eru tilgreindar og tilkynna viðurkenningaraðilum í öðrum aðildarríkjum um það innan mánaðar ásamt ástæðum hennar.

VI.

Kröfum samkvæmt bráðabirgðaákvæði III og IV skal fresta um þrjú ár fyrir smærri framleiðendur hreyfla.

VII.

Í stað krafna samkvæmt bráðabirgðaákvæði III og IV komi tilheyrandi kröfur skv. I. áfanga fyrir smærri hreyfilhóp sem nemur í mesta lagi 25.000 einingum að því tilskildu að mismunandi hreyfilhópar sem þetta varðar séu með mismunandi slagrými strokka.

VIII.

Setja má hreyfla á markað samkvæmt sveigjanleikaáætlun í samræmi við ákvæði XIII. viðauka.

IX.

Aðildarríkin skulu heimila að hreyflar, eins og þeir eru skilgreindir í A(i) og A(ii) í I. viðauka, séu settir á markað samkvæmt sveigjanleikaáætluninni í samræmi við ákvæði XIII. viðauka.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 5. maí 2009.

Ásta R. Jóhannesdóttir.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica