Félagsmálaráðuneyti

1200/2020

Reglugerð um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega. - Brottfallin

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um hreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega.

 

2. gr.

Landsyfirvald/Viðurkenningaryfirvald/Markaðseftirlitsyfirvald.

Vinnueftirlit ríkisins gegnir hlutverki landsyfirvalds, viðurkenningaryfirvalds og markaðs­eftirlits­yfirvalds í skilningi ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/1628, um kröfur varðandi losunar­mörk meng­andi lofttegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breytingu og niðurfellingu tilskipunar 97/68/EB.

 

3. gr.

Faggildingarstofa.

Faggildingarsvið Einkaleyfastofu, eða faggildingarstofa í öðru ríki innan Evrópska efnahags­svæðisins sem uppfyllir ákvæði reglugerðar (EB) nr. 765/2008, gegnir hlutverki faggildingarstofu í skilningi ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/1628, um kröfur varðandi losunarmörk mengandi loft­tegunda og efnisagna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breyt­ingu og niður­fellingu tilskipunar 97/68/EB.

 

4. gr.

Skyldur framleiðanda, innflytjenda og dreifingaraðila.

Leiðbeiningar, upplýsingar og önnur gögn sem framleiðendum, innflytjendum og dreifingar­aðilum ber að tryggja skv. 9. mgr. 8. gr., 7. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 13. gr. reglugerðar (ESB) 2016/1628 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnisagna og gerðar­viður­kenningu bruna­hreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breytingu á reglu­gerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breytingu og niðurfellingu tilskipunar 97/68/EB skulu vera á íslensku eða ensku.

 

5. gr.

Eftirlit.

Um eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar fer skv. 75. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

 

6. gr.

Viðurlög.

Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer skv. 99. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

 

7. gr.

Innleiðing á EES-gerðum.

Með reglugerð þessari eru innleidd ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 frá 14. september 2016 um kröfur varðandi losunarmörk mengandi lofttegunda og efnis­agna og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, um breyt­ingu á reglugerðum (ESB) nr. 1024/2012 og (ESB) nr. 167/2013 og um breytingu og niðurfellingu til­skip­unar 97/68/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 39/2020 frá 20. mars 2020 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­­sambandsins, nr. 29 frá 7. maí 2020, bls. 137-201.

Með reglugerð þessari öðlast jafnframt gildi hér á landi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/654 frá 19. desember 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 að því er varðar tæknilegar kröfur og almennar kröfur með tilliti til losunarmarka og gerðarviðurkenningar brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2018 frá 23. mars 2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 1-333.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/655 frá 19. desember 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 að því er varðar vöktun á losun mengandi lofttegunda frá brunahreyflum sem eru í notkun og eru uppsettir í færanlegum vélbúnaði til nota utan vega, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2018 frá 23. mars 2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglu­gerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 334-363.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/656 frá 19. desember 2016 um stjórnsýslukröfur að því er varðar losunarmörk og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2018 frá 23. mars 2018 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambands­ins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 364-438.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/988 frá 27. apríl 2018 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/656 um stjórnsýslukröfur að því er varðar losunarmörk og gerðarviðurkenningu brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2019 frá 29. mars 2019 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 24 frá 16. apríl 2020, bls. 445-459.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/989 frá 18. maí 2018 um breyt­ingu og leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/654 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1628 að því er varðar tæknilegar kröfur og almennar kröfur með tilliti til losunarmarka og gerðarviðurkenningar brunahreyfla fyrir færanlegan vélbúnað til nota utan vega, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2020 frá 20. mars 2020 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun). Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins, nr. 42 frá 25. júní 2020, bls. 137-190.

 

8. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið vegna faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sbr. lög nr. 24/2006, um faggildingu o.fl., öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 465/2009, um mengandi lofttegundir og agnir frá brunahreyflum véla sem notaðar eru utan vega, með síðari breytingum.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 27. nóvember 2020.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica