Félagsmálaráðuneyti

410/1985

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206 frá 17. apríl 1984 um gatnagerðargjöld í Reykjavík með síðari breytingu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 206 frá 17. apríl 1984 um gatnagerðar­gjöld í Reykjavik með síðari breytingu.

 

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

 

Gjald skal áætla þegar lóðarúthlutun fer fram. Gjald þetta skal vera lágmarksgjald og miðast við nýtingarmöguleika samkvæmt því skipulagi, sem gildir við lóðarúthlutun, og endurgreiðist ekki þótt minna sé byggt á lóð. Sama á við þótt nýtingarmöguleikar á 1óð minnki eftir að lóð er úthlutað, eða gert sé ráð fyrir breyttri húsagerð, enda sé skipulagi breytt að ósk lóðarhafa. Innan mánaðar frá úthlutun skal greiða ákveðinn hluta gatnagerð­argjalds, skv. ákvörðun borgarráðs, ella fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi. Borgarráð ákveður gjalddaga og greiðsluskilmála á eftirstöðvum. Gatnagerðargjald of rúmmáli, sem er umfram það sem lágmarksgatnagerðargjald er miðað við skv. framansögðu, fellur í gjalddaga þegar byggingarnefndarteikning er samþykkt og skal greiða það eigi síðar en innan mánaðar. Verði breytingar á byggingarkostnaði vísitöluhússins á þeim tíma, sem líður frá lóðarúthlutun og til þess dags, sem teikning er samþykkt, skal umframgatnagerðargjald greiðast skv. því rúmmetragjaldi, sem gildir þá. Hafi skipulagi lóðar verið breytt samkvæmt framansögðu áður en byggingarnefndarteikning er samþykkt, skal umframgatnagerðargjald greiðast samkvæmt því rúmmetragjaldi, sem við á samkvæmt hinu nýja skipulagi. Þegar byggt er á eignarlóð, áður úthlutaðri lóð, eða eldra hús er stækkað, skal greiða allt gjaldið við útgáfu byggingarleyfis.

 

Reglugerð þessi sem er samin og samþykkt of borgarstjórn Reykjavíkur, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 29. október 1985.

 

F.h.r.

Hallgrímur Dalberg.

Þórhildur Líndal.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica