Félagsmálaráðuneyti

398/1988

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 319/1981 um gatnagerðargjöld í Siglufirði. - Brottfallin1. gr.

10. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

B-gjald sem er gjald til að ljúka frágangi götu umfram það sem segir í 3. gr., þ.e. til að gera slitlag og gangstétt og skal miða við ákveðinn hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra í fjölbýlishúsi eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands svo sem hér segir:

Einbýlishús 3,5 %

Tvíbýlishús, parhús og keðjuhús 2,7 %

Fjölbýlishús með 3-5 íbúðum 2,0 %

Fjölbýlishús með 5 íbúðum eða fleiri 1,5 %

Verslunar- og skrifstofuhúsnæði, opinberar byggingar 3,5 %

Iðnaðar- og annað atvinnuhúsnæði, vörugeymslur 1,8 %

Bifreiðageymslur 3,5 %

Gripahús og önnur mannvirki 1,5 %

Auk þessa gjalds skal lóðarhafi greiða í gatnagerðargjald kr. 3,00 af hverjum fermetra lóðar. Gjald skal miða við stærð húss og lóðar samkvæmt skráningu fasteignamats.

Reglugerð þessi sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Siglufjarðar, staðfestist hér með samkvæmt 1. gr. laga nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld til að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 22. júlí 1988.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Húnbogi Þorsteinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica