Félagsmálaráðuneyti

284/1985

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Vatnsleysustrandarhreppi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um gatnagerðargjöld í Vatnsleysustrandarhreppi.

 

I. KAFLI

Gatnagerðargjöld A.

Um þátttöku lóðarhafa við að gera undirbyggða götu með tilheyrandi lögnum.

 

1. gr.

Af öllum nýbyggingum svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóð í Vatnsleysustrandarhreppi skal greiða gatnagerðargjöld til sveitarsjóðs samkvæmt reglugerð þessari.

 

2. gr.

A-gjald vegna nýbyggingar skal miða við ákveðinn hundraðshluta byggingarkostnaðar á rúmmetra í fjölbýlishúsi sbr. 5. gr. laga nr. 51/1974, eins og hann er hverju sinni skv. útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu                                5,0%

Raðhús og tvíbýlishús                                                          3,5%

Fjölbýlishús með allt að 8 íbúðum                                        2,5%

Fjölbýlishús með 8 íbúðum eða fleiri                                    2,0%

Verslunar- og skrifstofubyggingar                                        4,0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði             2,5%

Opinberar byggingar                                                           5,0%

Aðrar byggingar                                                                  3,0%

Bílageymslur og önnur útihús skal telja með við útreikning á rúmmáli húss. Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er, að mati bygg­ingarnefndar, að grafa út grunn en fylla hann upp, skal aðeins greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi enda sé aðeins gengt í húsrýmið innan frá. Jafnframt ofangreindu gjaldi og sem hluti þess skal lóðarhafi greiða kr. 20.00 af hverjum fermetra lóðar, hvort sem bygging er þar á lóð eða ekki.

            Gjald skal miða við stærð húss skv. samþykktum uppdráttum. Nú er ekki fyrirliggjandi   samþykktur uppdráttur og skal þá miða við stærð húss sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við eftirtaldar lágmarksstærðir fyrir hverja íbúð í húsi:          

Einbýlishús með tilheyrandi bílgeymslu                                    500 m3

Íbúðir í raðhúsum og tvíbýlishúsum                                         400 m3

Íbúðir í fjölbýlishúsum                                                            300 m3

Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds miðað við lofthæð 3,5 m nema uppdráttur sýni annað. Áætla skal nýtingarhlutfall lóðar 0,3 - 0,5 eftir nánari ákvörðun byggingarnefndar hverju sinni, ef það er ekki bundið að öðru leyti í samþykktu deiliskipulagi. Framangreindar reglur gilda ef hús er stækkað, að því er til stækkunarinnar tekur.

 

3. gr.

Gjald skv. 2. gr. skal reikna miðað við byggingarkostnað vísitöluhússins þann dag sem teikning er samþykkt í byggingarnefnd, en endurreiknast skv. gildandi byggingarvísitölu við útgáfu byggingarleyfis, sé það ekki gefið út innan 3ja mánaða frá samþykkt teikninga. Sé um blandaða notkun húsnæðis að ræða, skal reikna gjaldið eftir viðkomandi liðum. Sé veitt byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseignin eða hluti hennar færist í hærri gjaldflokk, skal greiða gjald af hinu breytta húsnæði sem nemur mismun á gjaldinu reiknuðu af hinu breytta húsnæði fyrir og eftir breytinguna. Sama gildir ef lóðarhafi rífur á eigin kostnað gamalt íbúðarhús til þess að byggja annað stærra á sömu lóð.

 

4. gr.

Greiða skal 50% gatnagerðargjalds skv. 2. gr. innan eins mánaðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar greiðast þegar byggingarleyfi er vein, þó ekki síðar en fjórum mánuðum frá lóðarúthlutun, nema byggingarskilmálar setji annan frest til að leggja fram fullgildar teikningar. Sveitarstjórn er heimilt að veita lengri gjaldfrest á eftirstöðvum gatnagerðar­gjalds, þó ekki lengur en í 6 mánuði frá veitingu byggingarleyfis, enda séu settar fullnægj­andi tryggingar. Einnig er sveitarstjórn heimilt að víkja frá ákvæðum þessarar greinar ef um umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eins aðila er að ræða.

 

5. gr.

Sé gatnagerðargjald ekki greitt í samræmi við ákvæði 4. gr., fellur lóðarúthlutun sjálfkrafa úr gildi og getur sveitarstjórn þá úthlutað lóðinni á ný.

 

6. gr.

Óski lóðarhafi að skila lóð, á hann rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi, þ. e. sömu krónutölu og hann hafði greitt. Heimilt er sveitarstjórn að fresta endurgreiðslu uns lóðin hefur verið veitt að nýju, þó ekki lengur en 12 mánuði frá því að lóðinni er skilað. Sama gildir ef lóðin er tekin af lóðarhafa vegna vanefnda hans á skilmálum. Sé heimild til að fresta endurgreiðslu notuð, skal sveitarsjóður greiða lóðarhafa almenna innlánsvexti af innstæðu hans frá því lóðinni var skilað eða hún af honum tekin.

 

7. gr.

Verði breyting á byggingarkostnaði vísitöluhússins á þeim tíma sem líður frá því að fyrri hluti gatnagerðargjalds skv. 4. gr. er greiddur til þess dags er byggingarleyfi er veitt, skal umreikna þá greiðslu samkvæmt breytingu á byggingarvísitölu. Umreikningur þessi skal þó aldrei valda meiri breytingu en svarar til breytingar á byggingarvísitölu á þeim tíma sem byggingarskilmálar veita til að leggja fram teikningar til samþykktar í byggingarnefnd.

 

8. gr.

Þegar veitt er byggingarleyfi án undangenginnar lóðarúthlutunar, er greiðsla gatnagerð­argjalds áskilin. Skal þá greiða allt gjaldið þegar byggingarleyfi er veitt, en þó aðeins af byggingaráfanga hverju sinni.

 

9. gr.

Sveitarstjórn er heimilt að fella niður gatnagerðargjald bygginga á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

 

II. KAFLI

Gatnagerðargjöld B.

Þátttaka lóðarhafa í kostnaði við að gera gangstétt og bundið slitlag á götu.

 

10. gr.

Af öllum lóðum og húsum sem falls undir I. kafla, skal greiða B-gatnagerðargjald til sveitarsjóðs samkvæmt 11. - 13. gr. að því tilskyldu að ekki hafi áður verið innheimt af hlutaðeigandi fasteign A-gatnagerðargjald skv. I. kafla þessarar samþykktar, sem ætlað hefur verið a. m. k. að hluta til bundins slitlags.

 

11. gr.

            Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsinu skv. útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:   

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu                                      4,5%

Raðhús og tvíbýlishús                                                                3,0%   

Fjölbýlishús með allt að 8 íbúðum                                              2,0%   

Fjölbýlishús með 8 íbúðum eða fleiri                                          1,5%   

Verslunar- og skrifstofubyggingar                                              3,5%   

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði                   2,0%   

Opinberar byggingar                                                                 4,5%   

Aðrar byggingar                                                                        2,5%   

Rúmmál húss reiknast með sama hætti og í I. kafla.

 

12. gr.

Gatnagerðargjöld samkvæmt 11. gr. miðast við byggingarkostnað á þeim tíma sem lokaframkvæmd við gerð götu fer fram. Nú verður hús byggt við þegar fullgerða götu og skal þá miðað við byggingarkostnað þegar byggingarleyfi er veitt.

 

13. gr.

Gatnagerðargjald skv. 11. gr. fellur í eindaga einum mánuði eftir að framkvæmdum við viðkomandi götu eða götukafla, öðrum en við lagningu gangstétta, er lokið eða einum mánuði eftir samþykkt teikningar, ef um hús við fullgerða götu er að ræða. Greiða má 80% gjaldsins með skuldabréfum, sem greiðast með jöfnum afborgunun-. á næstu 4 árum. Skuldabréfin skulu vera með sömu kjörum og 1án þau, er Byggðasjóður veitir til varanlegr­ar gatnagerðar og greiðast afborganir og vextir ásamt verðbótum á gjalddaganum 1. jú1í ár hvert. Sveitarsjóði er heimilt að selja skuldabréfin. Lokagreiðsla af skuldabréfum skal ekki falls í gjalddaga fyrr en gangstétt hefur verið lögð við götu þá, sem viðkomandi fasteign er skráð við. Staðgreiði lóðarhafi álagt gatnagerðargjald skv. 11. gr. er heimilt að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10%, eftir ákvörðun sveitarstjórnar á hverjum tíma.

Sveitarstjórn er heimilt að fresta álagningu B-gjalds, ef um er að ræða íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega, sem engar eða litlar tekjur hafa aðrar en tryggingabætur, húsnæðið er af hæfilegri stærð og ekki nýtt til annars en íbúðar fyrir þá. Skilyrði fyrir frestun álagningar er, að gjaldinu verði þinglýst sem kvöð á viðkomandi eign og falli til álagningar í samræmi við þágildandi gjaldskrá, ef eigendaskipti verða eða aðstæður breytast á annan þann hátt, að forsendur frestunarinnar bresti.

 

14. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár eignarinnar. Heimilt er að taka gjöld þessi lögtaki skv. lögum nr. 29/1885. Frá eindaga gjaldsins greiðir gjaldandi hæstu dráttarvexti eins og þeir eru ákveðnir af Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.

Sveitarstjórn sker úr meiri háttar ágreiningi sem rísa kann um álagningu og innheimtu samkvæmt reglugerð þessari.

Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 389 frá 23. jú1í 1980 um gatnagerðargjöld í Vatnsleysustrandarhreppi.

 

Félagsmálaráðuneytið, 1. júlí 1985.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

 

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica