Félagsmálaráðuneyti

465/1989

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gatnagerðargjöld í Vatnsleysustrandarhreppi nr. 284/1985. - Brottfallin

3. málsl. 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Skuldabréfin skulu vera bundin lánskjaravísitölu og bera hæstu lögleyfðu vexti, og greiðast afborganir og vextir ásamt verðbótum á gjalddaganum 1. júlí ár hvert.

Breyting þessi á reglugerð um gatnagerðargjöld í Vatnsleysustrandarhreppi, sem gerð var of hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps, staðfestist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 til að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 22. september 1989.

F. h. r.

Berglind Ásgeirsdóttir.

Þórhildur Líndal.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica