Félagsmálaráðuneyti

349/1975

Reglugerð um álagningu gatnagerðargjalds við byggðar götur í Reyðarfjarðarkauptúni. - Brottfallin1. gr.

Húseigendur í Reyðarfjarðarkauptúni skulu greiða til sveitarsjóðs Reyðarfjarðar­hrepps gatnagerðargjald fyrir hús og lóðir um leið og götur eru lagðar bundnu slitlagi.

Gjöldin skal miða við ákveðinn hundraðshluta byggingarkostnaðar pr. m3 eins og hann er 1. nóvember ár hvert í vísitöluhúsinu samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands.

Gjöldin eru sem hér segir:

A.

  1. Einbýlíshús m/bifreiðageymslu að 500m3 1,2%
  2. Parhús, tvíbýlishús og raðhús á 1 hæð að 400m3 1,0%
  3. 2ja hæða hús með allt að 4 íbúðum og raðhús á 2 hæðum að 400m3 0,8%
  4. Fjölbýlishús á 2 hæðum eða fleiri með fleiri en 4 íbúðum að 300m3 0,4%
  5. Verslunar- og skrifstofuhús 0,8%
  6. Iðnaðarhús og vörugeymslur 0,6%
  7. Fyrir umframstærðir í íbúðarhúsum skal greiða 20% meir en að framan getur fyrir hvern m3.

Ef byggt er við eldra hús skal aðeins greiða af stækkun fram yfir lágmarksstærð.

B. Lóðarhafar greiði í gatnagerðargjald kr. 40.00 af hverjum m2 lóðar.

C. Bifreiðastæði greiða húseigendur sjálfir.

2. gr:

Upphæð gatnagerðargjalds samkvæmt 1. gr. skal miðast við þá byggingarvisitölu, sem í gildi er 1. nóvember það ár þegar lagning bundins slitlags fer fram. Gatnagerðar­gjald við þær götur, sem bundið slitlag hefur verið lagt á við gildistöku þessarar reglugerðar skal miðað við byggingarvísitölu 1. nóvember 1974. Til útreiknings skal nota magntölur fasteignarmats (m3 húsnæðis og m2 lóðar).

3. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 1. gr. skal greitt á fimm árum með jöfnum afborg­unum. Gjalddagar eru 15. júlí ár hvert, í fyrsta sinn ári eftir að lagning bundins slitlags fer fram. Lokagreiðslu skal þó ekki innheimta fyrr en endanlega hefur verið gengið frá viðkomandi götu.

4. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla, næstu tvö ár eftir gjalddaga og tekur einnig til váttryggingarfjár eignarinnar. Heimilt er að taka gjöld samkvæmt reglugerð þessari lögtaki samkvæmt lögum nr. 29/1885.

Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps, staðfestist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974, til þess að öðlast gildi þegar i stað.

Félagsmálaráðuneytið, 15. júlí 1975.

F. h. r.

HaIIgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica