Félagsmálaráðuneyti

484/1982

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 349 15. júlí 1975, um álagningu gatnagerðargjalds viðbyggðar götur í Reyðarfjarðarkauptúni. - Brottfallin

1. gr.

            2. tl. A liðar 1. gr. orðist svo:

            Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð og einbýlishús með íbúðarkjallara að 400 m3 1,0`%.

            B liður 1. gr. orðist svo:

            Lóðarhafar greiði í gatnagerðargjald kr. 6,00 af hverjum m2 lóðar.

 

2. gr.

            2. gr. orðist svo:

            Upphæð gatnagerðargjalds samkvæmt 1. gr. skal miðast við þá byggingarvísitölu sem í gildi er þegar lagning bundins slitlags fer fram.

 

3. gr.

            3. gr. orðist svo:

            Gatnagerðargjald skv. 1. gr. skal greitt á fimm árum með jöfnum afborgunum. Fyrsti gjalddagi er 15 dögum eftir að lagning bundins slitlags fer fram. Eftirstöðvar greiðist á næstu fjórum árum með gjalddaga 15 júlí ár hvert, í fyrsta Sinn 15. júlí árið eftir að lagning bundins slitlags fer fram. Eftirstöðvar eru bundnar lánskjaravísitölu með grunnvísitölu 373 stig. Lokagreiðslu skal þó ekki innheimta fyrr en endanlega hefur verið gengið frá viðkomandi götu.

            Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps stað­festist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51 / 1974 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 17. júlí 1982.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Jón S. Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica