Félagsmálaráðuneyti

421/1985

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 321 frá 8. júlí 1975 um gatnagerðargjöld í Neskaupstað. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 321 frá 8. júlí 1975 um gatnagerðargjöld í Neskaupstað.

 

1. gr.

9. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Gatnagerðargjald samkvæmt 5. gr. greiðist þannig að 40°/> greiðist, þegar lagningu varanlegs slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi með jöfnum atborgunum á næstu 3 árum.

Gjalddagi afborgana og vaxta er 1. jú1í. Vextir skulu vera í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á hverjum tíma. Skuldabréfin skulu tryggð með veði í viðkomandi fasteign. Bæjarsjóði er heimilt að selja skuldabréfin.

            Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt, eftir ákvörðun bæjarstjórnar á hverjum tíma.         Heimilt er bæjarstjórn að fresta álagningu gatnagerðargjalds á fasteignir þeirra, sem náð hafa 67 ára aldri og þeirra, sem eiga við langvarandi sjúkdóma og örorku að stríða.

            Verði húseign, sem frestað hefur verið álagningu gatnagerðargjalds á, seld, skal bæjarstjórn        heimilt að leggja gjaldið á að nýju eins og það var þegar álagning fór fram, að viðbættri hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. Við sölu staðgreiðist gjaldið. Þinglýsa skal þeirri kvöð á viðkomandi fasteign.

Reglugerð þessi sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Neskaupstaðar, staðfestist hér með samkvæmt 1. gr. laga nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 18. nóvember 1985.

F.h.r. Hallgrímur Dalberg.

 

Þórhildur Líndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica