Félagsmálaráðuneyti

43/1976

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 48 5. mars 1970, um holræsi í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 48 5. mars 1970, um holræsi í Vogum,

Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu.

 

1. gr.

3. mgr. 3. gr. orðist svo

Einnig ber hverjum húseiganda, sem á hús við veg, götu eða opið svæði, þar sem holræsi er lagt í, að greiða holræsagjald til hreppsins 1,5% af fasteignamati húseignanna sbr. gildandi fasteignamat, en þó aldrei lægra en kr. 750.00.

3. mgr. 4. gr. orðist svo

Gjalddagi holræsagjalds er hinn sami og fasteignaskatts.

Reglugerðarbreyting þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Vatnsleysu­strandarhrepps, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923 til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 13. febrúar 1976.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica