Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

344/2001

Reglugerð um holræsagjald í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi.

1. gr.

Hverjum þeim sem á hús eða húshluta í Vogum eða leigir lóð í sveitarfélaginu við götu eða opið svæði sem holræsi hefur verið lagt í ber að greiða árlegt holræsagjald til sveitarsjóðs.

Upphæð holræsagjalds skal vera 0,15% af fasteignamati allra húsa og lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald.

2. gr.

Holræsagjald greiðist af hús- og íbúðareiganda, lóðareiganda, ef um eignarlóð er að ræða, en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Holræsagjaldið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Nýtur holræsagjaldið lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

3. gr.

Gjalddagar holræsagjaldsins eru þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatts og greiðist holræsagjaldið með fasteignaskatti.

4. gr.

Holræsagjald tekjulítilla elli-og örorkulífeyrisþega er heimilt að lækka eða fella niður samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps, staðfestist hér með samkvæmt X. kafla vatnalaga nr. 15/1923 til að öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um holræsi í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, nr. 48/1970, sbr. reglugerð nr. 43/1976.

Félagsmálaráðuneytinu, 23. apríl 2001.

F. h. r.
Húnbogi Þorsteinsson.

Guðjón Bragason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.