Félagsmálaráðuneyti

241/1977

Reglugerð um breyting á reglugerð um álagningu gatnagerðargjalda við byggðar götur í Vopnafjarðarkauptúni nr. 309 12. júní 1975. - Brottfallin

1. gr.

           2. grein orðist svo:

            Upphæð gatnagerðargjalds, skv. fyrstu grein, miðast við vísitölu byggingar­kostnaðar, 1. næsta mánaðar eftir að lagning bundins slitlags á hlutaðeigandi götu fer fram. Gatnagerðargjöld við þær götur sem þegar hefur verið lagt slitlag á, mið­ast þó við vísitöluna 1. nóvember, 1974 og skulu breytingar á gatnagerðargjöldum miðaðar við það.

 

2. gr.

           3. grein orðist svo:

            Gatnagerðargjald skv. 1. grein, skal greitt og falla í gjalddaga, skv. nánari ákvörðun hreppsnefndar. Lokagreiðslu, er nemur 20%. gjaldsins, þarf þó eigi að inna of hendi fyrr en að gangstétt er fullfrágengin.

            Hvað varðar þær götur, sem þegar hafa verið lagðar slitlagi, skal fyrsti gjald­dagi vera 15. júlí næstan eftir staðfestingu þessarar reglugerðar, en að öðru leyti gilda sömu reglur um gjalddaga.

            Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum 51/1974 og 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 2. júní 1977

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica