Félagsmálaráðuneyti

309/1975

Reglugerð um álagningu gatnagerðargjalds við byggðar götur í Vopnafjarðarkauptúni. - Brottfallin

1. gr.

Húseigendur í Vopnafjarðarkauptúni, skulu greiða til sveitarsjóðs Vopnafjarðar­hrepps, gatnagerðargjald, sem hér segir:

1. Íbúðir í einbýlishúsum, að 500 m3 ....................................................... kr. 100 000.00

2. Íbúðir í tvíbýlishúsum og sambyggðum
einbýlishúsum á einni hæð, að 400 m3 .................................................... kr 60.000.00

3. Íbúðir í tvíbýlishúsum á tveim hæðum, að 400m3, hvor íbúð ................. kr 50 000.00

4. Íbúðir í fjölbýlishúsum, að 400 m3 hver íbúð ........................................ kr 30.000.00

5. Verslunar- og skrifstofuhúsnæði kr. 150 pr. m3, þó aldrei lægra en ........ kr. 100.000.00 hvert einstakt hús.

6. Iðnaðarhúsnæði, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði, .................... kr. 1000.00 pr. m3.

Af hverjum rúmmetra umfram tiltekna hámarksstærð íbúðarhúsnæðis, greiðist kr. 200.00. Auk þess gjalds greiði lóðarhafar í gatnagerðargjöld kr. 40.00 af hverjum fermetra lóðar.

2. gr.

Upphæð gatnagerðargjalds, skv. 1, grein miðast við vísitölu byggingarkostnaðar 1. nóvember næstan eftir að lagning bundins slitlags á hlutaðeigandi götu fer fram. Gatnagerðargjöld við þær götur, sem þegar hefur verið lagt slitlag á, miðast þó við vísitöluna 1. nóvember, 1974 og skulu breytingar á gatnagerðargjöldum miðaðar við það.

3. gr.

Gatnagerðargjald skv. 1. grein, skal greitt og falla í gjalddaga sem hér segir:

Fyrsta greiðsla, sem nemur 20%, gjaldsins, greiðist 15. júlí næstan eftir að varanlegt slitlag hefur verið lagt á hlutaðeigandi götu. Eftirstöðvarnar skulu greiddar á næstu fjórum árum á eftir, 20% í hvert sinn, og sé gjalddagi hinn sami. Loka­greiðslu þarf þó eigi að inna af hendi, fyrr en gangstétt er fullfrágengin.

Hvað varðar þær götur, sem þegar hafa verið lagðar slitlagi, skal fyrsti gjald­dagi vera 15. júlí næstan eftir staðfestingu þessarar reglugerðar, en að öðru leyti gildi sömu reglur um gjalddaga.

4. gr.

Gatnagerðargjöld má taka lögtaki í viðkomandi fasteign og er það tryggt lög­veði í fasteigninni í næstu 2 ár frá gjalddaga, með forgangsveði fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, án tillits til eigendaskipta.

Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt of hreppsnefnd Vopnafjarðar­hrepps, staðfestist hér með, skv. 3. grein laga nr. 51/1974 og öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, er hlut eiga að máli.

Félagsmálaráðuneytið, 12. júní 1975.

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica