Félagsmálaráðuneyti

3/1989

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 495 14. ágúst 1981 um gatnagerðargjöldí Nesjahreppi, Austur-Skaftafellssýslu. - Brottfallin

9. gr. orðist svo:

Gatnagerðargjald samkvæmt fjórðu grein greiðist þannig að 20% greiðast þegar lagningu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum afbogunum á næstu fjórum árum. Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Skuldin er bundin lánskjaravísitölu. Ársvextir skulu vera á hverjum tíma þeir sömu og vextir Byggðasjóðs á lánum til sveitarfélaga vegna lagningar bundins slitlags.

Lokagreiðslu skal þó ekki innheimta fyrr en endanlega hefur verið gengið frá gangstétt fyrir framan lóð gjaldanda.

Félagsmálaráðuneytið, 2. janúar 1989.

 

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica