Félagsmálaráðuneyti

55/1976

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Sauðárkrókskaupstað. - Brottfallin

 

1. gr.

Bæjarstjórn Sauðárkróks ákveður að leggja á gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu, eftir þeim reglum, sem hér fara á eftir. Heimilt er að leggja gatnagerðargjöld á land, þótt ekki sé sérstök lóð.

 

2. gr.

Gatnagerðargjald er tvennskonar: A-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðar­hafa í kostnaði við að undirbyggja götu með holræsalögn, og B-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við bundið slitlag á götu, svo og að ganga endan­lega frá gangstétt.

 

3. gr.

Við álagningu gatnagerðargjalda skal miða við ákveðið hlutfall byggingarkostn­aðar á rúmmetra "vísitöluhúss", Gins og hann er reiknaður af Hagstofu Íslands. Miða skal við stærð bygginga samkv. fasteignamatsskráningu.

Ef fleiri en einn eigandi er að byggingu skiptast gjöld í samræmi við það rúm­mál samkv. fasteignamatsskrá, sem hverjum tilheyrir.

 

4. gr.

Álagning A-gjalda og B-gjalda, skal vera sem hér segir:

1. Íbúðabyggingar:  

         1.1.         Einbýlishús                                                                    3,5 %      3,0 %

         1.2.         Tvíbýlishús á 2 hæðum og sambyggð einbýlishús á 1

                        hæð                                                                              2,5 %      2,0 %

         1.3.         Þríbýlishús á 3 hæðum, 2 hæða raðhús og sambyggð

                        tvíbýlishús                                                                     2,0%       1,5%

         1.4.         Fjölbýlishús og bifreiðageymslur                                    1,5%       1,0%

2. Aðrar byggingar:

         2.1.         Verslanir, skrifstofur, þjónustu- og viðskiptastofnanir     3,5% 3,0%

         2.2.         Heilbrigðis- og skólamannvirki, söfn, íþróttamannvirki,

                        samkomuhús og fangahús                                               2,5%      2,5         

         2.3.         Iðnaðarhúsnæði, sláturhús, mjólkurbú, fiskvinnslu­

                        stöðvar, orkuver, spennistöðvar, bensín- oliu- og

                              lýsis­geymar, sérbyggðar vöruskemmur                            2,0%      1,5%       2.4.      Gripahús, hlöður, geymsluskúrar            1,5%    1,0'%

3. Jafnframt B-gjaldi og sem hluti þess skulu lóðarhafar greiða kr. 100.00 fyrir hvern fermetra lóðar, hvort sem bygging er þar á eða ekki.

Við álagningu A-gjalda fyrir nýbyggingar skal miða við stærð húss, samkv. samþykktum uppdráttum. Nú er ekki fyrirliggjandi samþykktur uppdráttur og skal þá miða við þá stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við eftirtaldar lágmarksstærðir fyrir hverja íbúð:   

Einbýlishús                                                  500 m3

Sambyggð einbýlishús                                 450 m3

Tvíbýlishús                                                   400 m3

Þríbýlishús og sambyggð tvíbýlishús             350 m3

Fjölbýlishús                                                300 m3

Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds miðað við lofthæð 3,3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni annað. Áætla skal nýtingar­hlutfall lóðar 0.3-0.5 eftir nánari ákvörðun byggingarnefndar hverju sinni, ef það er ekki bundið að öðru leyti í samþykktu deiliskipulagi. Framangreindar reglur gilda ef hús er stækkað, að því er til stækkunarinnar tekur.

 

5. gr.

A-gjöld samkv. 4. gr. breytast árlega í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar, eins og hún er í ársbyrjun á því ári sem lóðin er veitt.

 

6. gr.

Gjalddagar A-gjalda skulu vera sem hér segir:

Við lóðarveitingu skal greiða 50% af áætluðu gatnagerðargjaldi innan eins mán­aðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar skulu greiðast, þegar byggingarleyfi er veitt. Þó er heimilt að veita gjaldfrest á eftirstöðvum í allt að þrjá mánuði.

 

7. gr.

Þegar veitt er byggingarleyfi án undangenginnar lóðarveitingar er greiðsla A-gjalds áskilin og skal húsbyggjandi greiða gatnagerðargjald eftir reglum í gjald­skrá þessari, en þó aðeins af byggingaráfanga hverju sinni.

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis, sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseign færist í hærri gjaldflokk, þá skal húseigandi greiða gatnagerðargjald.

Gjaldið af hinu breytta húsnæði skal nema mismun gatnagerðargjalda reiknuðu fyrir og eftir breytinguna

Sömu reglur gilda, ef notkun byggingarýma er breytt, sem felur í sér að húseignin færist í hærri gjaldflokk, þótt ekki þurfi breytinga á byggingu eða endurbyggingar við.    

 

8. gr.

Byggingarfrestur er 8 mánuðir þ, e. a. s. að lóð fellur aftur til bæjarsjóðs hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu hennar, nema leyfið hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.

Noti lóðarhafi ekki veitta lóð, skal hann eiga rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi svo sem hér segir:

Eftir 6 mánuði skal endurgreiða 50%. Eftirstöðvarnar endurgreiðist eftir 12 mánuði.

Verði lóðin veitt að nýju innan þess tíma, skal fyrri lóðarhafi fá gatnagerðar­gjaldið endurgreitt þegar greiðsla samkv. þeirri úthlutun fer fram.

 

9. gr.

Hafi byggingarleyfi verið veitt í byggingarnefnd og aðeins hluti þess notaður innan tilskilins tíma, þ. e. 8 mánaða, nema leyfið hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest, skal við endurnýjun leyfisins greiða fullt gjald af þeim hluta, sem endurnýjaður er, eins og það er þá að frádregnu gatnagerðargjaldi, sem þegar er greitt af sama áfanga.

 

10. gr.

Lóðin er veitt í því ástandi sem hún er í við afhendingu, og á lóðarhafi engar kröfur á hendur bæjarfélaginu síðar vegna ástands hennar.

Lóðarhafi skal hlíta byggingaskilmálum ef settir eru, svo og öllum þeim lögum og reglum sem til greina kunna að koma.

 

11. gr.

Bæjarráð úrskurðar flokkun bygginga í gjaldflokka skv. 4, gr. Bæjarráð getur ákveðið að lækka eða fella niður A-gjald af fjölbýlishúsum. Þá er bæjarráði heimilt að lækka eða fella niður A-gjald af iðnaðar- og atvinnuhúsnæði, enda liggi til þess fullgild rök hverju sinni. Enn fremur getur bæjarráð ákveðið gatnagerðargjöld sér­staklega í þeim tilvikum að byggingar séu sérhæfðar og afbrigðilegar um notkun og annað slíkt.

 

12. gr.

B-gjöld samkv. 4, gr. skal miða við þá vísitölu, sem í gildi er við staðfestingu þessarar reglugerðar og síðan við þá vísitölu sem í gildi er þegar lagning bundins slitlags fer fram við hlutaðeigandi götu. Nú breytist vísitala meðan verk fer fram, og skal þá miða við meðalvísitölu á því tímabili sem um er að ræða.

 

13. gr.

Innheimta skal B-gjald af fasteignum við götur, sem lagðar hafa verið bundnu slitlagi á síðustu 5 árum, og falla þau í gjalddaga 3 mánuðum eftir gildistöku þess­arar reglugerðar og miðast við byggingarvísitölu sem þá er í gildi.

 

14. gr.

Ganga skal frá greiðslum á B-gjaldi samkvæmt 4. gr. á eftirfarandi hátt á því ári sem lagning slitlags á viðkomandi götu er ákveðin. Skal við það miðað að gengið hafi verið frá greiðsluskuldbindingum áður en framkvæmdir hefjast við lagningu bundins slitlags. Af álögðu gjaldi skal greiða 20% á framkvæmdaárinu.

Bæjarráð ákveður gjalddaga í hverju tilviki. Greiða má 80% gjaldsins með skulda­bréfum, sem greiðast með jöfnum afborgunum á næstu 4 árum.

Skuldabréfin skulu tryggð með veði í viðkomandi fasteign, þau skulu bera 10% ársvexti, er greiðist eftir á, á gjalddaganum 1. júlí ár hvert. Bæjarsjóði er heimilt að selja skuldabréfin. Dragist framkvæmdir við viðkomandi götu eftir að gengið hefur verið frá greiðsluskuldbindingum vegna innheimtu B-gjalds, færast gjalddagar til í samræmi við það.

Lokagreiðsla af skuldabréfum skal ekki falla í gjalddaga fyrr en gangstétt hefur verið lögð við götu þá, sem viðkomandi fasteign er skráð við.

Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10%, eftir ákvörðun bæjarráðs á hverjum tíma. Heimilt er að veita sömu greiðslukjör á gjöldum álögðum samkvæmt 13. grein.

 

15. gr.

Hafi gangstéttargjald áður verið greitt af lóð, skal sú greiðsla koma til frá­dráttar við álagningu B-gjalds.

Skal meta gjöldin til samræmis við hækkun byggingarvísitölu frá því að þau voru greidd.

 

16. gr.

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir nýbyggingu eða viðbyggingu við götu, sem þegar hefur verið lögð bundnu slitlagi, skal innheimta óæði A- og B-gjald af við­komandi byggingu.

 

17. gr.

Bæjarstjórn er heimilt að fresta álagningu B-gjalds, ef um er að ræða íbúðar­húsnæði elli- eða örorkulífeyrisþega, sem engar eða litlar tekjur hafa aðrar en tryggingabætur, húsnæðið af hæfilegri stærð og ekki nýtt til annars en íbúðar fyrir þá. Skilyrði fyrir frestun álagningar er, að gjaldinu verði þinglýst sem kvöð á við­komandi eign og falli til álagningar í samræmi við þá gildandi gjaldskrá, ef eig­endaskipti verða eða aðstæður breytast á annan þann hátt að forsendur frestunarinnar bresti.

Einnig er heimilt að víkja frá gjalddögum B-gjalds þegar greiða skal á sama tíma A- og B-gjald sbr. 16. gr.

 

18. gr.

Bæjarstjórn skal vera heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðla samkvæmt 4. gr., hvern fyrir sig eða alla í einu, um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

 

19. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri sem það er lagt á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vá­tryggingarfjár eignarinnar. Heimilt er að taka gjöld þessi lögtaki samkv. lögum nr. 29/1885.

Bæjarstjórn sker úr um meiri háttar ágreining, sem rísa kann um álagningu og innheimtu samkvæmt reglugerð þessari.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Sauðárkróks, stað­festist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 og nr. 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 25. febrúar 1976.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica