Félagsmálaráðuneyti

73/1982

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gatnagerðargjöld í Sauðárkrókskaupstað nr. 55 25. febrúar 1976. - Brottfallin

1. gr.

            5. gr. orðist svo:

            A-gjöld samkvæmt 4. gr. breytast ársfjórðungslega í samræmi við vísitölu bygg­ingarkostnaðar, eins og hún er reiknuð af Hagstofu Íslands.

 

2. gr.

            12. gr. orðist svo

            B-gjöld samkvæmt 4. gr. skal miða við þá vísitölu, sem í gildi er, þegar lagning bundins slitlags fer fram við hlutaðeigandi götu. Nú breytist vísitala meðan verk fer fram, og skal þá miða við meðalvísitölu á því tímabili sem um er að ræða. Þegar vein er byggingarleyfi við götu sem lögð er bundnu slitlagi, skal miða B-gjald við þá vísitölu sem í gildi er þegar byggingaleyfi er veitt.

 

3. gr.

            14. gr. orðist svo:

            Ganga skal frá greiðslum á B-gjaldi samkvæmt 4. gr. á eftirfarandi hátt á því ári sem lagning slitlags á viðkomandi götu er ákveðin. Skal við það miðað að gengið hafi verið frá greiðsluskuldbindingum áður en framkvæmdir hefjast við lagningu bundins slitlags. Af álögðu gjaldi skal hver greiða 20% á framkvæmdaárinu. Bæjarráð ákveður gjalddaga í hverju tilviki. Greiða má 80% gjaldsins með skuldabréfum, sem greiðast með jöfnum afborgunum á næstu 4 árum. Skuldabréfin skulu tryggð með veði í viðkomandi fasteign. Þau skulu vera á sömu kjörum og 1án þau er Byggða­sjóður veitir til varanlegrar gatnagerðar og greiðast afborganir og vextir ásamt verð­bótum á gjalddaganum 1. júlí ár hvert, Bæjarsjóði er heimilt að selja skuldabréfin. Dragist framkvæmdir við viðkomandi götu eftir að gengið hefur verið frá greiðslu­skuldbindingum vegna innheimtu B-gjalds, færast gjalddagar til í samræmi við það. Lokagreiðsla af skuldabréfum skal ekki falla í gjalddaga fyrr en gangstétt hefur verið lögð við götu þá sem viðkomandi fasteign er skráð við. Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10% eftir ákvörðun bæjarráðs á hverjum tíma. Heimilt er að veita sömu greiðslukjör á gjöldum álögðum samkvæmt 13. grein.

 

            Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Sauðárkróks stað­festist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 1. mars 1982.

 

F. h. r.

Jón S. Ólafsson.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica