Félagsmálaráðuneyti

264/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð um innheimtu og skil á meðlögum o.fl. á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga nr.214/1973, sbr. rg. nr. 549/1980, 210/1987, 136/1988 og 231/1990. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um innheimtu og skil á meðlögum

o.fl. á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga nr. 214/1973,

sbr. rg. nr. 549/1980, 210/1987,136/1988 og 231/1990.

1. gr.

3. málsl. 13. gr. reglugerðarinnar, sbr. rg. nr. 231/1990, hljóði svo:

Aldrei skulu launagreiðendur þó halda eftir meiru en nemur 50% af heildarlaunagreiðslu hverju sinni til greiðslu á meðlögum sem kaupgreiðanda er skylt að halda eftir af launum viðkomandi.

2. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, sem hljóði svo:

Stjórn Innheimtustofnunar getur heimilað, ef þess er óskað, að einungis verði innheimt, mánaðarlega, fjárhæð sem nemi þremur barnsmeðlögum hjá þeim, sem greiða meðlag er nemur hærri fjárhæð en þremur barnsmeðlögum og búa við sérstaka félagslega erfiðleika, sbr. 10. gr. Stjórn Innheimtustofnunar er og heimilt í þessum tilvikum, verði eftir því leitað, að fella niður dráttarvexti af þeim meðlagsgreiðslum sem frestað yrði að svo stöddu að innheimta.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 54/1971 um lnnheimtustofnun sveitarfélaga, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 21. júní 1993.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Þórhildur Líndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica