Brottfallnar

214/1973

Reglugerð um innheimtu og skil á meðlögum o. fl. á vegum Innheimtustofnunar sveitarfélaga. - Brottfallin

1. gr.

Tryggingastofnun ríkisins skal senda Innheimtustofnun sveitarfélaga alla með lagúrskurði, skilnaðarleyfisbréf og skilnaðarsamninga, sem skylda barnsfeðra um meðlagsgreiðslur er byggð á.

Skjöl þessi, ásamt afriti af bréfi sbr, 3. mgr. Þessarar greinar, skal Tryggingastofnunina eða umboðsmaður hennar senda Innheimtustofnuninni innan eins mánaðar frá fyrstu greiðslu meðlags með barni.

Tryggingastofnun ríkisins skal tilkynna meðlagsskyldum barnsföður bréflega um greiðsluskyldu hans um leið og fyrsta meðlag er greitt.

 

2. gr.

Að fengnum þeim gögnum, sem um ræðir i 1. gr., gerir Innheimtustofnun sveitarfélaga nauðsynlegar ráðstafanir til innheimtu meðlags hjá barnsfeðrum, svo sem nánar er fyrir mælt í reglugerð þessari.

 

3. gr.

Hafi meðlagsgreiðandi ekki gert skil á meðlögum þeim, sem honum ber að greiða, eftir að hafa fengið tilkynningu frá Tryggingastofnun ríkisins um greiðslu­skyldu sína, skal Innheimtustofnunin senda breiðsluáskorun til skuldara eða kröfu til launagreiðanda um að halda eftir hluta af kaupi eða aflahlut til lúkningar með­lögum. Krafa þessi skal gerð innan 14 daga frá móttöku greiðslutilkynningar, sbr. 2. mgr. 1. gr.

 

4. gr.

Meðlag skal greiða mánaðarlega fyrir fram, sbr. Lög nr. 87/1947 10. gr. og lög nr. 57/1921 15. gr. i.f.

Hafi safnazt fyrir skuld hjá meðlagsgreiðanda er heimilt að gefa honum kost á að greiða skuldina með jöfnum meðlagsskuldar. Slík verðbréf skal stofnunin afhenda viðskiptabanka sínum til varðveizlu og innheimtu.

 

5. gr.

Óheimilt er að taka skuldabréf eða önnur verðbréf sem greiðslu á meðlags­khuld, en rétt er innheimtustofnuninni að veita slíkum verðbréfum viðtöku til tryggingar skilvísri greiðslu meðlagsskuldar. Slík verðbréf skal stofnunin afhenda viðskiptabanka sínum til varðveizlu og innheimtu.

 

6. gr.

Innheimtustofnunin skal gera kröfu í dánarbú skuldara til hlutaðeigandi skiptaráðanda, ef hinn látni á ólokið greiðslu samkvæmt reglugerð þessari.

Sama gildir um gjaldþrotabú, eftir því sem við á.

 

7. gr.

Vanræki meðlagsgreiðandi að verða við kröfu Innheimtustofnunarinnar um greiðslu, getur stofnunin krafizt lögtaks í eignum skuldara. Áður en til slíkrar að­farar kemur, skal stofnunin rita skuldara bréf og tilkynna honum, um lögtakið með tveggja vikna fyrirvara.

Sama gildir, ef vanskil verða hjá launagreiðanda, eftir því sem við á.

 

8. gr.

Þegar beita þarf ákvæðum 7. gr. við innheimtu, her skuldara að greiða 7% i vexti p.a. af skuld sinni frá gjalddaga til greiðsludags og skal vaxtakrafa fylgja lögtaksbeiðni.

Sé skuld greidd áður en til nauðungaruppboðs kemur má fella niður kröfu um greiðslu vaxta.

 

9. gr.

Krafa um gjaldþrotaskipti eða um úrskurð um hælisvist skal ekki gerð, nema til komi samþykki stjórnar stofnunarinnar.

 

10. gr.

Innheimtum meðlögum samkvæmt kröfum Tryggingastofnunar ríkisins skal skilað mánaðarlega eftir á, þó eigi siðar en 3. næsta mánaðar.

Vextir, sem til falls af innnheimutfé, skulu koma til frádráttar rekstrarkostn­aði við Innheimtustofnunina.

 

11. gr.

Fullnaðarskil á lögmælum meðlagskröfum Tryggingastofnunar ríkisins sbr. 1. gr. fyrir næstliðið almanaksár, skal innheimtustofnun sveitarfélaga hafa innt of hendi fyrir 1. október ár hvert, í fyrsta skipti fyrir 1. október 1973. Heimilt er að verja öllum innheimtum meðlögum, sem innheimzt hafa, til lúkningar fullnaðar­skila samkvæmt grein þessari.

 

12. gr.

Innheimtustofnunin getur tekið að sér hvers konar innheimtur fyrir einstölt sveitar.félög gegn greiðslu, einkum þó innheimtu á sveitarsjóðaskuldum manna, sem fluttir eru brott úr sveitarfélagi.

Einnig er Innheimtustofnuninni heimilt, sé þess óskað, að taka að sér inn­heimtu gegn greiðslu á þeim hluta barnsmeðlags, sem hærri er en lögmæltur barna­lífeyrir, svo og öðrum kröfum, sem framfærslumaður barns kann að eiga á barns­föður eða barnsmóður, þar með talinn framfærslueyrir hjóna vegna skilnaðar sam­kvæmt yfirvaldsúrskurði, skilnaðarbréfi, eða lögum.

Fyrir innheimtu þá, sem um ræðir í þessari grein, ber Innheimtustofnuninni þóknun, sem vera skal 10% af fé því, sem hún innheimtir.

 

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 54 6. apríl 1971, staðfestist hér með til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 20. júní 1973.

 

Hannibal Valdimarsson.

Hjálmar Vilhjálmsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica