Iðnaðarráðuneyti

536/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð varðandi umsóknir um einkaleyfi o.fl., nr. 574/1991, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar komi eftirfarandi málsgreinar:

Umsóknargögn skulu vera á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku. Ef lýsing, einkaleyfiskröfur, ágrip og texti á teikningum eru ekki á íslensku skulu einkaleyfiskröfur, ágrip og texti á þeirri mynd, sem birta skal með, liggja fyrir í íslenskri þýðingu áður en umsókn er gerð aðgengileg. Þegar Einkaleyfastofan telur efnislegan grundvöll fyrir því að veita einkaleyfi, byggt á fyrirliggjandi gögnum, er umsækjanda send tilkynning þess efnis og honum gert að leggja inn samþykkta gerð einkaleyfiskrafna, ágrips og texta á teikningum í íslenskri þýðingu innan fjögurra mánaða. Innan sama tíma skal samþykkt gerð lýsingar liggja fyrir í íslenskri þýðingu eða á ensku. Frest þann má framlengja tvívegis eða að hámarki tólf mánuði. Að þeim tíma liðnum verður umsókn felld úr gildi.

Ákvæði 1. mgr. um frest til að leggja inn þýðingu fyrir veitingu á einnig við um eldri umsóknir.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 69. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 16. júní 2006.

Jón Sigurðsson.

Kristján Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica