Iðnaðarráðuneyti

534/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 574/1991 varðandi umsóknir um einkaleyfi o.fl., með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:

a. Í stað orðsins "örvera" í 5. tölul. 2. mgr. kemur: líffræðilegs efnis.
b. Á eftir 5. tölul. 2. mgr. kemur nýr tölul. sem orðast svo:
6) hvernig umsækjandi öðlaðist rétt til uppfinningarinnar sé umsækjandi annar en uppfinningamaður.
c. 6. tölul. 2. mgr. verður 7. tölul.
d. 3. tölul. 3. mgr. fellur brott.
e. Á eftir 4. mgr. kemur ný mgr. sem orðast svo:

Ef uppfinning tekur til líffræðilegs efnis plantna eða dýra, eða notkunar slíks efnis, skal í umsókn tilgreina landfræðilegan uppruna efnisins sé hann þekktur. Ef landfræðilegur uppruni efnisins er ekki þekktur skal það tekið fram í umsókninni. Vanti upplýsingar um landfræðilegan uppruna efnisins eða sé umsækjanda ekki um hann kunnugt hefur það ekki áhrif á meðferð umsóknarinnar eða réttindi samkvæmt útgefnu einkaleyfi.


2. gr.

1. mgr. 8. gr. orðast svo:
Einkaleyfastofan útbýr mánaðarlega eða í tengslum við útgáfu ELS-tíðinda skv. 49. gr. yfirlit yfir umsóknir, sbr. 7. gr., þar sem fram koma þær upplýsingar sem um getur í 1., 3., 6.-11. og 14. tölul. 3. mgr. 7. gr. auk nafns uppfinningamanns.


3. gr.

2. mgr. 17. gr. orðast svo:
Taki einkaleyfisumsóknin til varðveitts sýnis af líffræðilegu efni skv. 6. mgr. 8. gr. einkaleyfalaga skal umsóknin, þegar hún er lögð inn, hafa að geyma allar upplýsingar sem máli skipta varðandi eiginleika líffræðilega efnisins og umsækjanda er kunnugt um.


4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. a:

a. Í stað orðanna "Rækt af örverustofni" í 1. mgr. kemur: Sýni af líffræðilegu efni.
b. Í stað orðsins "örvera" í 1. mgr. kemur: líffræðilegs efnis.
c. Í stað orðsins "örverur" í 3. mgr. kemur: líffræðilegt efni.


5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. b:

a. Í stað orðanna "rækt af örverustofni" í 1. og 3. mgr. kemur: sýni af líffræðilegu efni.
b. Í stað orðsins "ræktinni" í 1. mgr. kemur: sýninu.
c. Í stað orðsins "ræktarinnar" í 3. og 4. mgr. kemur: sýnisins.


6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. c:

a. Í stað orðanna "ræktar af örverustofni" í 1. mgr. kemur: sýnis af líffræðilegu efni.
b. Í stað orðsins "ræktarinnar" í 2. mgr. kemur: sýnisins. Í stað orðanna "varðveittri örverurækt" í 2. mgr. kemur: varðveittu líffræðilegu efni. Í stað orðsins "örvera" í 2. mgr. kemur: líffræðilegs efnis.
c. Í stað orðanna "ný rækt af örverustofni var lögð" í 3. mgr. kemur: nýtt sýni af líffræðilegu efni var lagt. Í stað orðsins "ræktin" í 3. mgr. kemur: sýnið.


7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 25. gr.:
Í stað orðanna "varðveittrar ræktar af örverustofni" kemur: varðveitts sýnis af líffræðilegu efni. Í stað orðanna "varðveittri örverurækt" kemur: varðveittu líffræðilegu efni.


8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. a:

a. Í stað orðanna "varðveittri örverurækt" í 1. mgr. kemur: varðveittu líffræðilegu efni.
b. Í stað orðsins "rækt" í 2. mgr. kemur: sýni.
c. Í stað orðanna "varðveittri rækt af örverustofni" í 3. mgr. kemur: varðveittu sýni af líffræðilegu efni.


9. gr.

25. gr. c orðast svo:
Enda þótt gefin hafi verið út yfirlýsing skv. 25. gr. a og b er heimilt vegna nýrrar einkaleyfisumsóknar að leggja inn til varðveislu sýni af líffræðilegu efni sem leitt er af sýnishorni er hefur verið afhent ef varðveisla afleidda sýnisins er nauðsynleg vegna nýju umsóknarinnar.


10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 25. gr. d:
Í stað orðsins "örveruræktina" kemur: líffræðilega efnið.


11. gr.

11. tölul. 31. gr. orðast svo:
11) upplýsingar um varðveislustofnun og varðveislunúmer sýnis af líffræðilegu efni ef slíkt sýni er varðveitt vegna einkaleyfisins.


12. gr.

9. tölul. 44. gr. orðast svo:
9) upplýsingar um varðveislustofnun og varðveislunúmer sýnis af líffræðilegu efni ef slíkt sýni er varðveitt vegna einkaleyfisins.


13. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 48. gr.:
Í stað orðsins "örverurækt" kemur: líffræðilegt efni.


14. gr.

49. gr. orðast svo:
Allar auglýsingar og tilkynningar varðandi einkaleyfi eða einkaleyfisumsóknir, sem birta skal almenningi samkvæmt lögum eða reglugerðum, eru birtar í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.

Heimilt er að gefa ELS-tíðindi út og dreifa þeim á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu.

Verði útgáfa ELS-tíðinda eingöngu rafræn skulu þeir sem þess óska áfram geta keypt útprentun tíðindanna hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu kostnaðar af útprentun þeirra og sendingu.


15. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 52. gr.:
Í stað orðsins "riti" kemur: ELS-tíðindum.


16. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, öðlast þegar gildi.


Iðnaðarráðuneytinu, 14. júní 2004.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica