Leita
Hreinsa Um leit

Iðnaðarráðuneyti

926/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð varðandi umsóknir um einkaleyfi o.fl., nr. 574/1991, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:
Umsóknargögn skulu vera á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku. Ef lýsing, einkaleyfiskröfur, ágrip og texti á teikningum eru ekki á íslensku skulu einkaleyfiskröfur, ágrip og texti á þeirri mynd, sem birta skal með því, liggja fyrir í íslenskri þýðingu áður en umsókn er gerð aðgengileg. Ef umsókn leiðir til veitingar einkaleyfis skal samþykkt gerð einkaleyfiskrafna, ágrips og texta á teikningum liggja fyrir í íslenskri þýðingu innan fjögurra mánaða frá því að umsækjanda var tilkynnt um að unnt væri að veita einkaleyfi skv. 1. mgr. 19. gr. ell. Innan sama tíma skal samþykkt gerð lýsingar liggja fyrir í íslenskri þýðingu eða á ensku.


2. gr.

Reglugerð þessi tekur til allra einkaleyfisumsókna sem lagðar eru inn frá og með 1. janúar 2002.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, öðlast þegar gildi.


Iðnaðarráðuneytinu, 6. desember 2001.

Valgerður Sverrisdóttir.
Þorgeir Örlygsson.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica