Iðnaðarráðuneyti

679/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð varðandi umsóknir um einkaleyfi o.fl., nr. 574/1991, með síðari breytingum og auglýsingu um reglur varðandi einkaleyfaumsóknir, nr. 575/1991, með síðari breytingum - Brottfallin

1. gr.

            1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

            Umsóknargögn skulu vera á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku. Ef lýsing, einkaleyfiskröfur, ágrip og texti á teikningum eru ekki á íslensku skulu einkaleyfiskröfur, ágrip og texti á þeirri mynd sem birta skal með því, liggja fyrir í íslenskri þýðingu áður en umsókn er gerð aðgengileg. Ef umsókn leiðir til veitingar einkaleyfis skal samþykkt gerð lýsingar, einkaleyfiskrafna, ágrips og texta á teikningum liggja fyrir í íslenskri þýðingu innan fjögurra mánaða frá því að umsækjanda var tilkynnt um að unnt væri að veita einkaleyfi skv. 1. mgr. 19. gr. ell.

2. gr.

            1. mgr. 57. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

            Ef lýsing, einkaleyfiskröfur, ágrip og texti á teikningum í alþjóðlegri umsókn er ekki á íslensku, dönsku, norsku, sænsku eða ensku skal þýðing á þessum gögnum á eitthvert fyrrgreindra tungumála lögð inn við yfirfærslu umsóknarinnar í samræmi við 31. gr. ell. eða við endurskoðun ákvörðunar skv. 1. mgr. 38. gr. laganna. Sé þýðing á öðru tungumáli en íslensku skal afhenda þýðingu á íslensku í samræmi við ákvæði 3. gr. sem einnig á við varðandi þýðingar á öðrum umsóknargögnum.

3. gr.

            Á eftir kaflaheiminu "Þýðing á gögnum með einkaleyfisumsókn." í auglýsingunni kemur:

            (3. og 57. gr. rg. ell.)

4. gr.

            38. gr. auglýsingarinnar fellur niður en greinaröð helst óbreytt.

5. gr.

            1. mgr. 39. gr. auglýsingarinnar orðast svo:

            Einkaleyfastofan getur krafist þess að þýðing sú sem nefnd er í 31. gr. ell. í lýsingu, einkaleyfiskröfum, ágripi og texta á reikningum skuli vera staðfest.

6. gr.

            Í stað tilvísana til 38. gr. auglýsingarinnar, í reglugerðinni og auglýsingunni, komi tilvísanir til 3. gr. reglugerðarinnar.

7. gr.

            Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 1771991, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 1997.

Iðnaðarráðuneytinu, 17. desember 1996.

F. h. r.

Halldór J. Kristjánsson.

Jón Ögmundur Þormóðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica