Efnahags- og viðskiptaráðuneyti

524/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., nr. 916/2001, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

9.-14. tölul. orðast svo:

Kr.   

9.

Athugun og mat á því hvort tiltekið vörumerki teljist það líkt skráðu vörumerki eða merki sem sótt hefur verið um skráningu á að ruglingshætta yrði hugsanlega talin vera fyrir hendi ef umsókn yrði lögð inn

4.000

10.

Fyrir móttöku og meðhöndlun á umsókn um alþjóðlega skrán­ingu vörumerkis, sbr. 47. og 49. gr. vörumerkjalaga

9.000

11.

Beiðni um endurupptöku skv. 3. mgr. 19. gr. eða 2. mgr. 27. gr. vörumerkjalaga

8.000

12.

Tilkynning um andmæli, sbr. 1. mgr. 22. gr. vörumerkjalaga

30.000

13.

Beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu skv. 28. gr. vörumerkja­laga

30.000

14.

Beiðni um hlutun skv. 1. eða 2. mgr. 24. gr. a vörumerkjalaga

15.000

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett skv. heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki, 53. gr. laga nr. 46/2001 um hönnun og 9. gr. laga nr. 155/2002 um félagamerki, sbr. reglugerðir nr. 15/2003 (tók gildi 9. janúar 2003), nr. 898/2003 (tók gildi 1. janúar 2004), nr. 540/2004 (tók gildi 30. júní 2004), nr. 848/2004 (tók gildi 1. nóvember 2004), nr. 1057/2007 (tók gildi 1. mars 2008), nr. 1044/2010 (tók gildi 1. apríl 2011) og nr. 512/2012 (tók gildi 15. júní 2012), öðlast þegar gildi.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 18. júní 2012.

Steingrímur J. Sigfússon.

Kjartan Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica