Iðnaðarráðuneyti

916/2001

Reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. - Brottfallin

I. KAFLI
Einkaleyfi.
1. gr.

Fyrir umsóknir um einkaleyfi og yfirfærðar alþjóðlegar einkaleyfisumsóknir skal greiða eftirtalin gjöld:

1. Umsóknargjald skv. 5. mgr. 8. gr. einkaleyfalaga (ell.) nr. 17/1991 og gjald fyrir yfirfærða einkaleyfisumsókn skv. 31. gr. ell.:
Kr.
a. grunngjald
33.500
b. viðbótargjald fyrir hverja einkaleyfiskröfu umfram tíu
1.600
2. Umsóknargjald fyrir umsókn sem lögð er inn í samræmi við 38. gr. ell.:
a. grunngjald
33.500
b. viðbótargjald fyrir hverja einkaleyfiskröfu umfram tíu
1.600
3. Gjald skv. 36. og 37. gr. ell.
40.000
4. Viðbótargjald vegna viðbótarfrests til að leggja inn tilskilda þýðingu vegna yfirfærðrar umsóknar skv. 3. mgr. 31. gr. ell.
12.300
5. Endurupptökugjald skv. 3. mgr. 15. gr. eða 3. mgr. 19. gr. ell.
6.200
ef umsókn hefur áður verið endurupptekin
12.300
6. Umsýslugjald fyrir milligöngu varðandi nýnæmisrannsókn hjá alþjóðlega viðurkenndri stofnun skv. 9. gr. ell.
5.500
7. Umsýslugjald fyrir alþjóðlega umsókn skv. 4. tölul. 2. mgr. 51. gr. reglugerðar nr. 574/1991 varðandi umsóknir um einkaleyfi o.fl. (rg. ell.)
5.500
8. Útgáfugjald skv. 1. mgr. 19. gr. ell.:
a. grunngjald fyrir fyrstu 40 blaðsíður lýsingar með tilheyrandi einkaleyfiskröfum, teikningum og ágripi
14.000
b. viðbótargjald fyrir hverja blaðsíðu umfram 40
700
c. viðbótargjald fyrir hverja einkaleyfiskröfu sem bætt er við þær sem greitt var fyrir við innlagningu umsóknar
1.600
9. Rannsóknargjald fyrir umsókn sem lögð var inn fyrir 1. janúar 1992 og send verður í nýnæmisrannsókn skv. viðauka I í auglýsingu nr. 575/1991 um reglur varðandi einkaleyfisumsóknir
30.000

2. gr.

Árgjöld fyrir einkaleyfisumsóknir og einkaleyfi skv. 5. mgr. 8. gr., 40.- 42. og 82. gr. ell., eru sem hér segir:

Kr.
Kr.
1. gjaldár
2. gjaldár
3. gjaldár
4. gjaldár
5. gjaldár
6. gjaldár
7. gjaldár
8. gjaldár
9. gjaldár
10. gjaldár
3.100
3.100
3.100
4.700
4.700
6.100
6.100
7.600
7.600
9.500
11. gjaldár
12. gjaldár
13. gjaldár
14. gjaldár
15. gjaldár
16. gjaldár
17. gjaldár
18. gjaldár
19. gjaldár
20. gjaldár
9.500
12.100
12.100
15.200
15.200
18.500
21.000
23.800
26.800
29.800

Árgjald, sem greitt er innan sex mánaða frá gjalddaga skv. 3. mgr. 41. gr. eða 3. mgr. 42. gr. ell. skal hækka um 20%.


3. gr.

Gjöld fyrir einkaleyfi, sem veitt eru í samræmi við eldri lög, skv. 76. gr. ell., á grundvelli umsókna sem lagðar hafa verið inn fyrir 1. janúar 1992, sbr. 78. gr. ell., skulu vera sem hér segir:

1. Fyrir einkaleyfi sem getur náð allt að fimmtán ára gildistíma, talið frá útgáfudegi:
Kr.
a. fyrir 1.– 5. ár gildistímans
26.400
b. fyrir 6.– 10. ár gildistímans
62.400
c. fyrir 11.– 15. ár gildistímans
115.200
2. Fyrir einkaleyfi sem getur náð allt að tuttugu ára gildistíma, talið frá umsóknardegi, greiðast árgjöld skv. 2. gr.

Við veitingu einkaleyfisins skal, innan þriggja vikna frá því að umsækjanda var tilkynnt um leyfisveitinguna, greiða gjald fyrir fyrstu fimm ár gildistímans frá útgáfudegi. Að öðrum kosti fellur einkaleyfið úr gildi skv. 51. gr. ell.

Ef greiðsla árgjalda af umsókn hefur hafist skv. 2. mgr. 82. gr., sbr. 41. gr. ell., áður en einkaleyfi er veitt skal draga frá viðkomandi gjaldi þann hluta árgjalds yfirstandandi gjaldárs, sem skarast við gjald skv. 1. tölul. 1. mgr. Umræddur hluti árgjalds skal reiknast eftir hlutfallinu: fjöldi eftirstandandi daga gjaldárs/365. Þegar gildistíminn miðast við tuttugu ár (2. tölul. 1. mgr. á við) skal greiða fyrir þau gjaldár til viðbótar yfirstandandi gjaldári þannig að greiðslutímabilið verði sem næst fimm ár talið frá útgáfudegi einkaleyfisins.

Gjalddagi vegna 2. og 3. gildistímabils, sbr. 1. tölul. 1. mgr., er sá almanaksdagur í upphafi hvors tímabils sem svarar til útgáfudags einkaleyfisins. Gjalddagi síðari árgjalda, sbr. 2. tölul. 1. mgr., er síðasti dagur fyrsta almanaksmánaðar í gjaldári. Frestur til að greiða þessi gjöld er sex mánuðir og, sé hann nýttur, hækka gjöldin um 20%. Einnig er heimilt að greiða þessi gjöld allt að þremur mánuðum fyrir gjalddaga.

Fjárhæð árgjalds af einkaleyfi, sem gjaldfellur í fyrsta sinn og veitt hefur verið eftir 1. janúar 1992 í samræmi við eldri lög og gilt getur allt að tuttugu ár talið frá umsóknardegi, er skv. 2. gr. og miðast gjaldár við aldur viðkomandi umsóknar. Enn fremur skal fjárhæðin, ef við á, reiknast sem hlutfall af viðkomandi árgjaldi eftir hlutfallinu: fjöldi eftirstandandi daga gjaldárs/365. Gjalddagi er sá almanaksdagur sem samsvarar útgáfudegi einkaleyfisins við lok gildistímabils sem er að ljúka. Eftir það greiðast árgjöld skv. 2. gr. fyrir eitt ár í senn.

Gjöld fyrir þau einkaleyfi, sem um getur í 5. mgr., og gilt geta í fimmtán ár, talið frá útgáfudegi leyfis, eru skv. 1. tölul. 1. mgr. Gjalddagi er skv. 4. mgr.

4. gr.
Fyrir umsókn um viðbótarvottorð fyrir einkaleyfi skv. 65. gr. a í ell. skal greiða kr.

34.500
Árgjald fyrir hvert byrjað gjaldár viðbótarvottorðs, skv. 65. gr. a í ell. og 51. gr. rg. ell. er kr.

29.800

Árgjald, sem greitt er innan sex mánaða frá gjalddaga, hækkar um 20%.


5. gr.

Ýmis gjöld vegna umsókna og veittra einkaleyfa:

Kr.
1. Beiðni um innritun í einkaleyfadagbók eða einkaleyfaskrá, svo sem varðandi eiganda- eða aðilaskipti (framsal), uppfinningamann og nytjaleyfi, sbr. 9. og 48. gr. rg. ell.
1.900
2. Afrit af almennt aðgengilegri einkaleyfisumsókn (lýsing, einkaleyfiskröfur, ágrip og teikningar) eða af veittu einkaleyfi
600
3. Afrit af eintökum skv. 1. mgr. 25. gr. rg. ell. eða af einkaleyfi eða framlagningarskjali
600
4. Staðfest afrit af skjölum skv. 2. og 3. tölul., m.a. forgangsréttarskjöl
3.000
5. Útgáfa og framsending forgangsréttarskjala skv. 5. tölul. 2. mgr. 51. gr. rg. ell.
3.000
6. Staðfest útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr einkaleyfaskrá
1.500
7. Beiðni um endurbirtingu umsóknar eða einkaleyfis
1.800
8. Endurveitingargjald skv. 72. gr. ell.
15.000

II. KAFLI
Vörumerki.
6. gr.

Fyrir umsókn um skráningu vörumerkis skal greiða:

1. Grunngjald, einn vöruflokkur innifalinn
14.000
2. Flokkagjald fyrir hvern vöruflokk umfram einn
3.000
3. Fyrir hverja mynd umfram eina, þegar merki er í þrívídd, skal að auki greiða
1.500


7. gr.

Fyrir tilnefningu á Íslandi í umsókn um alþjóðlega skráningu vörumerkis, sbr. 51. gr. vörumerkjalaga, skal greiða til Alþjóðahugverkastofnunarinnar:

1. Grunngjald, einn vöruflokkur innifalinn
14.000
2. Flokkagjald fyrir hvern vöruflokk umfram einn
3.000


8. gr.

Fyrir umsókn um endurnýjun vörumerkis skal greiða:

1. Grunngjald, einn vöruflokkur innifalinn
14.000
2. Flokkagjald fyrir hvern vöruflokk umfram einn
3.000

Fyrir endurnýjun alþjóðlegrar skráningar vörumerkis skal greiða til Alþjóðahugverkastofnunarinnar:

1. Grunngjald, einn vöruflokkur innifalinn
14.000
2. Flokkagjald fyrir hvern vöruflokk umfram einn
3.000

9. gr.

Fyrir umsókn um skráningu gæðamerkis og endurnýjun skal greiða:

1. Grunngjald, einn vöruflokkur innifalinn
17.000
2. Flokkagjald fyrir hvern vöruflokk umfram einn
3.000

10. gr.

Ýmis gjöld vegna vörumerkja:

1. Beiðni um breytingu á skráðu merki, sbr. 24. gr. vörumerkjalaga
2.400
- fylgi beiðnin umsókn um endurnýjun
1.200
2. Beiðni um innritun nýs eiganda (framsals) í vörumerkjaskrá
1.900
- fylgi beiðnin umsókn um endurnýjun eða beiðni skv. 1. tölul.
0
3. Beiðni um innritun nytjaleyfis
1.900
4. Beiðni um innritun annarra breytinga í vörumerkjaskrá
1.500
5. Beiðni um endurbirtingu umsóknar eða skráningar
1.800
6. Staðfest útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr vörumerkjaskrá
1.500
7. Staðfest afrit umsóknar, forgangsréttarskjal
1.900
8. Útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr vörumerkjaskrá
600
9. Athugun og mat á því hvort tiltekið vörumerki telst það líkt skráðu vörumerki eða merki sem sótt hefur verið um skráningu á að ruglingshætta yrði hugsanlega talin vera fyrir hendi ef umsókn yrði lögð inn
3.000
10. Fyrir móttöku og meðhöndlun á umsókn um alþjóðlega skráningu vörumerkis, sbr. 46. gr. vörumerkjalaga
6.000

III. KAFLI
Hönnun.
11. gr.

Fyrir umsókn um skráningu hönnunar skal greiða:

1. Grunngjald fyrir skráningartímabilið 0 - 5 ár
9.500
2. Grunngjald fyrir skráningartímabilið 5 - 10 ár
12.000
3. Grunngjald fyrir hvert fimm ára skráningartímabil eftir tíu ár
15.000
4. Gjald fyrir hverja hönnun umfram eina í samskráningu fyrir skráningartímabilin 0-5 ár og 5-10 ár
4.000
5. Hver hönnun umfram eina í samskráningu fyrir hvert fimm ára skráningartímabil eftir tíu ár
6.500
6. Fyrir birtingu hverrar myndar umfram eina
2.500


12. gr.
Gjald fyrir rannsókn skv. 2. mgr. 17. gr. laga um hönnun
6.500
Ef krafa um rannsókn kemur fram við innlagningu umsóknar
4.500


13. gr.

Gjöld fyrir endurnýjun skv. 24. gr. laga um hönnun:

1. Fyrsta endurnýjunartímabil (5 – 10 ár ), grunngjald
12.000
2. Hver hönnun umfram eina í samskráningu á fyrsta endurnýjunartímabili
4.000
3. Hvert fimm ára endurnýjunartímabil eftir tíu ár, grunngjald
15.000
4. Hver hönnun umfram eina í samskráningu á hverju fimm ára endurnýjunartímabili eftir tíu ár
6.500


14. gr.
Gjöld vegna kröfu um niðurfellingu skráningar skv. 27. gr. laga um hönnun er kr.

7.500


15. gr.

Ýmis gjöld vegna hönnunar:

1. Beiðni um innritun nýs eiganda (framsals) eða nytjaleyfis í hönnunarskrá
1.900
2. Útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr hönnunarskrá
600
3. Staðfest útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr hönnunarskrá
1.500
4. Endurupptökugjald skv. 3. mgr. 19. gr. laga um hönnun
6.200
5. Endurveitingargjald skv. 48. gr. laga um hönnun
15.000


IV. KAFLI
Gjöld vegna áfrýjunar.
16. gr.
Hámarksgjald vegna áfrýjunar, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 17/1991, 63. og 65. gr. laga nr. 45/1997 og 36. gr. laga nr. 46/2001 er kr.

80.000

Áfrýjunargjald greiðist iðnaðarráðuneyti við afhendingu bréfs um áfrýjun.

Sé máli vísað frá áfrýjunarnefnd eða það vinnst þar skal endurgreiða 60.000 kr.


V. KAFLI
Gjöld fyrir þjónustuverkefni.
17. gr.

Fyrir þjónustu, sem verður ekki heimfærð undir einingarverð reglugerðarinnar, svo sem umfangsmikla leit, athuganir, úrvinnslu eða tölvuútskriftir á grundvelli upplýsinga í einkaleyfaskrá, vörumerkjaskrá eða hönnunarskrá, greiðist tímagjald:

1. Sérfræðingar, á klst.
3.500
2. Aðrir starfsmenn, á klst.
1.900
3. Fyrir ljósrit af gögnum varðandi einkaleyfi, vörumerki eða hönnun greiðist fyrir hverja síðu í stærðinni A4
50

Ef beiðni um ljósritun útheimtir verulega úrvinnslu gagna eða leit í skjalasafni reiknast að auki tímagjald skv. 1. eða 2. tölul. eftir því sem við á.


VI. KAFLI
Gjöld fyrir ELS-tíðindi o.fl.
18. gr.
1. Áskriftargjald á ári
3.000
2. Lausasala, hvert eintak
300
3. Sérrit, hvert eintak
1.100
4. Áskrift að ágripi vegna birtra og/eða aðgengilegra einkaleyfisumsókna
1.200
5. Ýmsar útskriftir í prentuðu eða fjölrituðu formi, þ.á m. íslensk lög og reglugerðir í erlendri þýðingu eða alþjóðlegir sáttmálar í íslenskri þýðingu
220


VII. KAFLI
Ýmis ákvæði.
19. gr.
Gjöld samkvæmt reglugerð þessari greiðast Einkaleyfastofunni ef annað er ekki tekið fram.

Gjöld skv. 1.-4. gr. og 7. tölul. 5. gr. endurgreiðast ekki þótt einkaleyfisumsókn verði afskrifuð, henni hafnað eða hún dregin til baka, beiðni um endurupptöku eða endurveitingu verði hafnað eða hún dregin til baka eða þótt einkaleyfishafi kjósi að láta einkaleyfi sitt falla úr gildi.

Gjöld skv. 6., 8., 9., 11. og 13. gr. skulu greidd við afhendingu umsóknar. Gjöld þessi verða ekki endurgreidd þótt synjað sé um skráningu eða umsókn afturkölluð.


20. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, 63. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki og 36. gr. og 53. gr laga nr. 46/2001 um hönnun, og öðlast gildi 1. janúar 2002 að undanskilinni 7. gr. og 2. mgr. 8. gr., sem taka gildi 1. apríl 2002.

Jafnframt falla úr gildi eldri reglugerðir nr. 673/1996, 312/1997, 313/1997, 603/1997, 703/1997, 642/1998, 193/1999, 505/1999 og 683/2001.


Iðnaðarráðuneytinu, 6. desember 2001.

Valgerður Sverrisdóttir.
Þorgeir Örlygsson.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica