Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

289/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 892 10. desember 1999 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Hvarvetna þar sem heitið "Lottó 5/38" kemur fyrir í reglugerðinni komi: Lottó 5/40.

2. gr.

Í stað orðanna "Víkingalottói" í liðum 3.10, 4.2, 5.2, 5.2.1 á tveimur stöðum og 9.1 komi: Víkingalottó.

3. gr.

Í stað orðanna "Íþróttasambands Íslands" í 1. gr. lið 1.1 komi: Íþrótta- og Ólympíu­sambands Íslands.

4. gr.

2. gr. liður 2.1 breytist þannig að í stað "Dansk Tipstjeneste A/S" komi: Danske Spil A/S.

5. gr.

Í 6. gr. breytast tölfræðilegar vinningslíkur Lottó 5/40 og verða svohljóðandi:

Lottó 5/40:

 

Fimm aðaltölur

1: 658.008

Fjórar aðaltölur og bónustala

1:131.602

Fjórar aðaltölur

1: 3.760

Þrjár aðaltölur

1: 111

Tvær aðaltölur og bónustala

1: 117

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986, sbr. lög nr. 126 16. desember 2003, öðlast gildi þegar í stað. Þó öðlast breyting samkvæmt 1. gr. ekki gildi fyrr en 11. maí 2008.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 10. mars 2008.

F. h. r.

Þorsteinn Geirsson.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica