Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

182/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999. - Brottfallin

1. gr.

5. gr. liður 5.5.2, sbr. reglugerð nr. 513 7. júní 2004, orðast svo:

5.5.2 Jóker:
Vinningar ráðast af því hve margar útdregnar tölur þátttakandi fær miðað við rétta röð útdreginna talna þannig að,
fyrir 5 tölur réttar greiðast kr. 2.000.000
fyrir 4 fyrstu eða 4 síðustu tölur réttar greiðast kr. 100.000
fyrir 3 fyrstu eða 3 síðustu tölur réttar greiðast kr. 10.000
fyrir 2 fyrstu eða 2 síðustu tölur réttar greiðast kr. 2.000


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986, sbr. lög nr. 126 16. desember 2003, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 2. febrúar 2005.

Björn Bjarnason.
Fanney Óskarsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica