Samgönguráðuneyti

649/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 288/1987, ásamt síðari breytingum, um veitinga- og gististaði. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 3. gr. breytist og orðast svo:
Umsókn skulu fylgja eftirtalin gögn:

a) Nákvæm teikning af húsnæði. Ef um blandaða notkun húsnæðis er að ræða skal fylgja staðfest afrit af aðaluppdrætti þess þar sem fram kemur afmörkun þess rýmis sem ætlað er fyrir reksturinn og skal tilgreina stærð þess í fermetrum.
b) Lýsing á fyrirhuguðu húsnæði ásamt nauðsynlegum skýringum á rekstri.

2. gr.

1. mgr. 4. gr. breytist og orðast svo:
Umsókn ásamt fullnægjandi gögnum skal send til umsagnar hlutaðeigandi sveitarstjórnar, byggingarfulltrúa, eldvarnareftirlits, heilbrigðisnefndar og vinnueftirlits.


3. gr.

Við 1. mgr. 6. gr. bætast orðin: og eftir atvikum þann árstíma sem tilgreindur er í leyfinu.


4. gr.

Við 2. mgr. 9. gr. bætist ný setning er orðast svo:
Byggingarfulltrúa skal sent afrit af útgefnum leyfisbréfum.


5. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt ákvæðum laga nr. 67, 28. júní 1985, um veitinga- og gististaði, öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Samgönguráðuneytinu, 29. ágúst 2002.

Sturla Böðvarsson.
María Thejll.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica