Samgönguráðuneyti

606/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitinga- og gististaði nr. 288/1987 með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um veitinga- og gististaði nr. 288/1987
með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Við 12. gr. bætast eftirfarandi málsgreinar:

                Rúm skulu vera a.m.k. 2,00 ´ 0,9 m fyrir einn, en a.m.k. 2,00 ´ 1,4 m fyrir tvo. Í rúmi skal, auk sængur og kodda, vera hlífðardýna og rúmteppi sem auðvelt er að þvo.

                Borð og lesljós skal vera við hvert rúm. Í herbergi skal vera góð lýsing og þannig frá gluggum gengið að útiloka megi birtu.

                Gestir skulu eiga aðgang að síma.

                Ákvæði 2.-4. mgr. gilda ekki um gistiskála.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um veitinga- og gististaði nr. 67, 28. júní 1985 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

 

Samgönguráðuneytinu, 20. október 1997.

 

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica