Innanríkisráðuneyti

286/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 53/2003 með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

69. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Útlendingi, sem fellur undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-útlendingi) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA-útlendingi), þó ekki útlendingi sem greinir í 2. mgr., er heimilt að koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins, eða allt að sex mánuðum ef hann er í atvinnuleit. Dvöl í öðru norrænu landi skal ekki draga frá dvalartímanum.

Útlendingur, sem hvorki er ríkisborgari EES- eða EFTA-ríkis né aðstandandi slíks borgara, má koma til landsins án sérstaks leyfis til að veita þjónustu í allt að 90 starfsdaga á almanaksári sé hann sannanlega starfsmaður þjónustuveitanda á Evrópska efnahagssvæðinu eða í EFTA-ríki.

EES- eða EFTA-útlendingi, sem dvelst eða starfar hér á landi lengur en greinir í 1. mgr., er skylt að skrá sig. Þetta á þó ekki við um útlending sem starfar hér en hverfur að jafnaði til heimilis í öðru EES- eða EFTA-ríki a.m.k. einu sinni í viku. EES- eða EFTA-útlendingur, sem er undanþeginn skráningu skal innan tveggja vikna frá því að hann hóf starf tilkynna það Útlendingastofnun.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 58. gr. laga um útlendinga nr. 96 15. maí 2002 öðlast gildi þegar í stað.

Innanríkisráðuneytinu, 3. mars 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica