Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

894/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu lögreglustjóra við rannsókn opinberra mála nr. 396 27. júní 1997. - Brottfallin

1. gr.

7. gr. breytist þannig:a. 4. mgr. orðast svo:
Lögreglustjórinn í Reykjavík metur, að höfðu samráði við lögreglustjóra í umdæmi þar sem brot var framið, hvort nauðsynlegt sé að senda mann eða menn frá tæknideild til að aðstoða við vettvangsrannsókn, samkvæmt 4. mgr. 8. gr. lögreglulaga. Synjun lögreglustjórans í Reykjavík má skjóta til ríkislögreglustjóra.
b. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
Ríkislögreglustjóri setur almennar reglur um hvenær lögreglustjórar eiga að leita aðstoðar tæknideildar lögreglustjórans í Reykjavík.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 8. gr. og 40. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 26. september 2005.


Björn Bjarnason.
Ásgerður Ragnarsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica