Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

707/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu lögreglustjóra við rannsókn opinberra mála nr. 396 27. júní 1997. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 3. gr., orðast svo:

Lögreglustjórinn í Reykjavík skal að jafnaði annast rannsókn mála vegna ólöglegs innflutnings ávana- og fíkniefna um Keflavíkurflugvöll. Settar skulu verklagsreglur um verkaskiptingu, samvinnu og samskipti lögreglustjórans í Reykjavík og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 8. gr. og 40. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. júlí 2005.


Björn Bjarnason.
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson.Þetta vefsvæði byggir á Eplica