Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

121/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð um skráningu mála hjá héraðsdómstólum, þingbækur, skjalavörslu o.fl., nr. 225 19. júní 1992 - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 3. gr. bætist nýr tölul., 6. tölul., svohljóðandi:

6. Mál skv. 4.gr. laga um samningsbundna gerðardóma.

2. gr.

Við 17. gr. bætis ný málsgrein, 4. mgr. , svohljóðandi:

Þegar opinberu máli er áfrýjað skal afhenda ríkissaksóknara dómsgerðir sem í eru frumrit af framlögðum skjölum í stað ljósrita, sbr. 3. tölul. 1.mgr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 140.gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 26.mars 1991, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. mars 1993.

Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn A. Jónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica