Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

658/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðis - Brottfallin

1. gr.

            1. gr. breytist þannig:

a.         b-liður 2. mgr. orðist svo:

            Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3821/85 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum, eins og henni hefur verið breytt með reglugerðum (EBE) nr. 3314/90, nr. 3572/90 og nr. 3688/92 og reglugerðum (EB) nr. 2479/95 og nr. 1056/97 (21. tölul.).

b.         3. mgr. orðist svo:

            EBE gerðir nr. 3820/85, nr. 3821/85, nr. 3572/90 og nr. 88/599 eru birtar í sérritinu EES-gerðir S40, bls. 179-199, 204-206 og 312-315, sbr. auglýsingu nr. 31/1993 í C-deild Stjórnartíðinda, bls. 705 og 1283-1284. EBE gerðir nr. 93/172, nr. 93/173, nr. 3314/90 og nr. 3688/92 eru birtar í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstakri útgáfu, bók 4, bls. 338-343 og 472-476, sbr. EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 17. hefti 1994, bls. 68-69. EB gerð nr. 2479/95 er birt í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 18. hefti 1996, bls. 24-25, og EB gerð nr. 1056/97 er birt í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 42. hefti 1998, bls. 10-11.

2. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 6. mgr. 44. gr., 60. gr. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, svo og með hliðsjón af 20., 21. og 23. tölul. XIII. viðauka við EES samninginn, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. nóvember 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica